Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Leiguhúsnæðið

  • Mjög mikilvægt er að skrá nákvæmlega það húsnæði sem leigt er. Annars gætu aðilar átt kröfu í stærri leigueiningu en fyrirhugað er

  • Fasteignanúmer, fermetrafjöldi og herbergjafjöldi þarf að koma fram ásamt greinargóðri lýsingu á hinu leigða

  • Nauðsynlegt er að skýra hvort um herbergjaleigu er að ræða eða íbúðaleigu

  • Sérstakir hópar leigutaka þurfa að koma fram, það er hvort húsnæðið sé ætlað sérstökum hópum svo sem eldra fólki eða námsmönnum

Leigutími

  • Leigusamningar geta verið tímabundnir eða ótímabundnir

  • Tímabundnir samningar renna sitt skeið á enda án sérstakra uppsagna, nema um annað sé samið

  • Einungis er hægt að segja upp ótímabundnum samningi með því að gefa upp ástæður uppsagnarinnar (á við um samninga sem gerðir voru 1. september 2024 og síðar)

Uppsögn ótímabundinna leigusamninga