Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Ástandsúttekt

  • Nauðsynlegt er að skrá niðurstöður ástandsúttektar við upphaf og lok leigusamnings. Það tryggir aðila samnings fyrir ástandinu

  • Ef annar aðilinn óskar eftir að óháður úttektaraðili skuli sjá um úttektina skal verða við þeirri beiðni og kostnaðurinn skiptist þá jafnt á milli beggja aðila

  • Mjög gott getur verið að taka myndir fyrir og eftir

Brunavarnir

  • Það þarf að vera að minnsta kosti einn reykskynjari í lagi á hverja 80 fermetra

  • Eitt slökkvitæki þarf að vera til staðar, tvö ef hið leigða er til dæmis íbúð og bílskúr. Þá þarf að vera eitt í íbúðinni og eitt í bílskúrnum

  • Flóttaleið skal vera auðrötuð og greiðfær. Flóttaleið getur til dæmis verið út um svalahurð.

  • Vertu eldklár með brunavarnir heimilisins