Leiga íbúðarhúsnæðis
Ástandsúttekt
Nauðsynlegt er að skrá niðurstöður ástandsúttektar við upphaf og lok leigusamnings. Það tryggir aðila samnings fyrir ástandinu
Ef annar aðilinn óskar eftir að óháður úttektaraðili skuli sjá um úttektina skal verða við þeirri beiðni og kostnaðurinn skiptist þá jafnt á milli beggja aðila
Mjög gott getur verið að taka myndir fyrir og eftir
Brunavarnir
Það þarf að vera að minnsta kosti einn reykskynjari í lagi á hverja 80 fermetra
Eitt slökkvitæki þarf að vera til staðar, tvö ef hið leigða er til dæmis íbúð og bílskúr. Þá þarf að vera eitt í íbúðinni og eitt í bílskúrnum
Flóttaleið skal vera auðrötuð og greiðfær. Flóttaleið getur til dæmis verið út um svalahurð.
Vertu eldklár með brunavarnir heimilisins
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun