Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

  • Uppsagnarfrestur er mislangur eftir tegund húsnæðis og lengd leigutímans

  • Uppsögn á að vera skrifleg og send með sannanlegum hætti eins og til dæmis með rafrænum leiðum

  • Leigusali má segja ótímabundnum samningi upp í tilteknum tilvikum. Tilkynna þarf uppsögnina til HMS með rafrænum hætti

  • Tímabundnum samningi er almennt ekki hægt að segja upp þar sem hann rennur út, nema sérstök ákvæði séu í samningnum

  • Riftun leigusamnings er heimild aðilum í tilteknum tilvikum. Hún skal vera skrifleg og skráð í leiguskrá HMS

  • Ágreiningi um uppsögn eða riftun má vísa til Kærunefndar húsamála

Uppsögn ótímabundinna leigusamninga

  • Tímabundinn samningur rennur út sjálfkrafa á umsömdum degi. Ekki þarf uppsögn nema ef samið hefur verið sérstaklega um slíka möguleika

Uppsagnarfrestur

Riftun leigusamnings

  • Tilkynning um riftun skal vera skrifleg með rökstuðningi

  • Riftun á að skrá í leiguskrá HMS (ef við á).

  • Réttindi og skyldur falla niður frá riftunardagsetningu

  • Réttur til riftunar fellur niður ef leigjandi hefur að fullu bætt úr því sem aflaga fór. Þetta gildir þó ekki ef riftunarástæðan eru vanskil eða hann hefur vanefnt skyldur sínar með sviksamlegum hætti

  • Ef leigusamningur var tímabundinn og rift, getur leigusali krafist bóta til loka leigutímans