Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Leigufjárhæð

  • Leiguverð á að vera sanngjarnt og skýrt í samningi

  • Ef samningur er gerður til 12 mánaða eða skemur má hvorki vísitölubinda né breyta leigufjárhæðinni á samningstíma. Óhagnaðardrifin leigufélög og námsmannaíbúðir ásamt áfangaheimilum eru undanþegin þessari reglu

  • Þegar meira en 12 mánuðir eru liðnir frá gildistöku leigusamnings geta aðilar farið fram á breytingu á leigufjárhæð, til dæmis vegna samræmis við markaðsleigu sambærilegs húsnæðis eða aukins rekstrarkostnaðar lögaðila

  • Ágreiningi um leiguverð má vísa til Kærunefndar húsamála

Leigugreiðslur

  • Húsaleigu skal greiða fyrsta dag hvers mánaðar fyrirfram fyrir einn mánuð í senn, nema um annað sé samið

  • Ef gjalddagi er á almennum frídegi, skal greiða húsaleigu næsta virka dag á eftir

  • Ef leigjandi greiðir ekki innan sjö sólarhringa frá gjalddaga er leigusala heimilt að krefjast hæstu lögleyfðu dráttarvaxta fram til greiðsludags

Tryggingar

Hægt er að semja um hvort setja eigi tryggingu fyrir réttum efndum á leigusamningi eða ekki. Tryggingin getur til dæmis verið vegna leigugreiðslna og tjóns sem leigjandi ber ábyrgð á

  • Val á tryggingu getur verið eftirfarandi:

    • Bankaábyrgð

    • Sjálfskuldarábyrgð þriðja aðila

    • Leigugreiðslu- og viðskilnaðartrygging hjá tryggingafélagi

    • Tryggingafé sem leigusali varðveitir á sérgreindum óbundnum reikningi sem ber svo háa vexti sem kostur er til greiðsludags

    • Önnur en að ofan greinir sem leigjandi býður fram og leigusali metur gilda og fullnægjandi