Kílómetragjald á rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla
Leiðbeiningar fyrir magnskráningu
Magnskráning er hentug ef þörf er á að skrá kílómetrastöðu fyrir mörg ökutæki.
Í boði eru þrjár mismunandi leiðir:
Þú getur skráð stöðuna beint í skráningarviðmótinu á Mínum síðum
Ef um er að ræða 10 eða fleiri ökutæki er í boði að senda inn gögn í Excel eða CSV skjali
Fagaðilar geta fengið beina tengingu við vefþjónustu hjá Samgöngustofu
Viðmót
Í viðmótinu eru ökutækin sem um ræðir sýnd í töflu og fyrir hvert ökutæki er skráningarreitur í dálkinum „Kílómetrastaða“.
Nauðsynlegt er að smella á „Vista“ hnappinn fyrir hvert ökutæki.
Þegar skráning heppnast sérðu staðfestingu, annars birtast villuboð með lýsingu á vandamálinu.


Hlaða upp skjali
Ef um er að ræða 10 eða fleiri ökutæki er í boði að senda inn skráningar í Excel eða CSV skjali.
Í viðmótinu er þá hnappurinn „Magnskrá kílómetrastöðu“ sem opnar nýja skjámynd:


Skrá þarf bílnúmer í fyrsta dálk og kílómetrastöðu í annan dálk. Hægt er að velja að „Hlaða niður sniðmáti“ til þess að fá dæmi um rétta útfyllingu.
Þegar skjalið hefur verið fyllt út (og vistað) er því hlaðið upp, annað hvort með því að smella á „Velja skjal til að hlaða upp“ eða með því að draga skjalið inn á síðuna.
Innlestur og úrvinnsla skjals
Við upphleðslu er skjalið sent til Samgöngustofu sem les það inn í sín kerfi og vinnur úr upplýsingunum.
Þú getur farið á upplýsingaskjá sem sýnir stöðuna á innlestrinum. Ef um er að ræða mörg ökutæki getur innlesturinn tekið nokkrar mínútur. Nauðsynlegt er að smella á „Uppfæra stöðu“ hnappinn til að sjá raunstöðu.


Fjöldi skráninga sýnir heildarfjölda skráninga (ökutækja) í skjalinu
Næsta lína sýnir hvað búið er að vinna úr mörgum skráningum
Neðsta línan sýnir hversu margar skráningar tókust og hvort einhverjar skiluðu villu


Ef upp koma villur eru þær skráðar í töflu með skýringartextum sem hægt er að sækja á .csv formi.
Vefþjónustutenging fyrir fagaðila
Í boði er að tengjast vefþjónustu sem tekur á móti skráningum um kílómetrastöðu ökutækja.
Til þess að fá aðgang þarf að hafa samband við tolvuhjalp@samgongustofa.is.

Þjónustuaðili
Skatturinn