Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Gjald

Kílómetragjaldið er 6,95 kr. á hvern kílómetra fyrir almennar fólksbifreiðar og jeppa undir 3,5 tonn.

Gjaldið er stighækkandi eftir því sem bifreiðin er þyngri.

Gjaldskyldar bifreiðar

Greiða skal kílómetragjald af öllum skráningar- og skoðunarskyldum bifreiðum. Undir það falla ökutæki sem eru:

  • vélknúin og aðallega ætlað til farþega- eða farmflutninga

  • yfir 400 kg að eigin þyngd án rafgeyma sé það rafknúið

  • hönnuð til að aka hraðar en 30 km/klst

Ökutæki undanþegin kílómetragjaldi

Nokkrar tegundir ökutækja eru undanþegin greiðslu kílómetragjalds, þar á meðal:

  • Ökutæki björgunarsveita sem eru sérmerktar og eingöngu notaðar í þágu þeirra.

  • Ökutæki með fyrstu skráningu 1. janúar 1965 eða fyrr og sýnt er fram á að ökutæki hafi aldrei verið með akstursmæli, ekki sé hægt að koma akstursmæli fyrir eða ekki sé hægt að lagfæra hann.

  • Ökutæki erlendra sendiráða sem eru merkt sem slík í ökutækjaskrá eða með viðeigandi skráningarmerki.

Ertu með fyrirspurn um kílómetragjald? Sendu okkur línu á km@skatturinn.is

Skrá stöðu á kílómetramæli á Mínum síðum

Þjónustuaðili

Skatt­urinn