Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sérstakar reglur um dráttarvélar þar sem gerður er greinarmunur á þeim eftir notkun, hraða og skráningu. Almenna reglan er sú að dráttarvélar falla undir kílómetragjald ef þær eru skráningar- og skoðunarskyldar, en veigamiklar undanþágur gilda fyrir landbúnað.

Gjald

Fyrir þær dráttarvélar sem eru gjaldskyldar gildir sama gjaldskrá og fyrir bifreiðar.

Gjaldskyldar dráttarvélar

Gjaldskyldar eru þær dráttarvélar sem eru bæði skráningarskyldar og skoðunarskyldar.

Það á við um dráttarvélar sem hannaðar eru til aksturs yfir 40 km/klst. og eru notaðar á opinberum vegum.

Með dráttarvél er átt við vélknúið ökutæki á hjólum og/eða beltum sem aðallega er hannað til að draga annað ökutæki og draga, ýta, flytja og knýja vinnutæki.

Undanþágur fyrir landbúnað

Þrátt fyrir að dráttarvél gæti talist gjaldskyld (til dæmis vegna hraða), er sérstök undanþága fyrir dráttarvélar í landbúnaði. Eftirfarandi skilyrði verða að vera uppfyllt til að dráttarvél sé undanþegin kílómetragjaldi:

  • Notkun:

    Dráttarvél (og eftirvagn hennar) verður að vera til nota í landbúnaði.

  • Eigandi/Umráðamaður:

    Verður að vera skráður á landbúnaðarskrá hjá ríkisskattstjóra vegna virðisaukaskattsskila í ÍSAT atvinnugreinaflokki 1 (landbúnaður).

  • Takmörkun:

    Undanþágan gildir ekki ef starfsemin flokkast sem „þjónusta við búrekstur".

Ökutæki undanþegin kílómetragjaldi

Nokkrar tegundir ökutækja eru undanþegin greiðslu kílómetragjalds, þar á meðal:

  • Ökutæki björgunarsveita sem eru sérmerktar og eingöngu notaðar í þágu þeirra.

  • Ökutæki með fyrstu skráningu 1. janúar 1965 eða fyrr og sýnt er fram á að ökutæki hafi aldrei verið með akstursmæli, ekki sé hægt að koma akstursmæli fyrir eða ekki sé hægt að lagfæra hann.

  • Ökutæki erlendra sendiráða sem eru merkt sem slík í ökutækjaskrá eða með viðeigandi skráningarmerki.

Skrá stöðu á kílómetramæli á Mínum síðum

Þjónustuaðili

Skatt­urinn