Frá og með árinu 2026 þarf að greiða kílómetragjald af þeim eftirvögnum sem eru 10 tonn eða þyngri.
Léttari eftirvagnar (3,5–10 tonn) verða gjaldskyldir árið 2027.
Gjald
Kílómetragjaldið er stighækkandi eftir því sem eftirvagninn er þyngri.
Afsláttur á aðlögunartíma
Afsláttur er veittur á kílómetragjaldi eftirvagna í tvö ár
2026 - 40% afsláttur af fjárhæð gjaldflokks
2027 - 20% afsláttur af fjárhæð gjaldflokks
Gjaldskyldir eftirvagnar
Með eftirvögnum er átt við ökutæki sem er hannað til að vera dregið af öðru vélknúnu ökutæki og er meira en 3,5 tonn að leyfðri heildarþyngd.
Aðeins eftirvagnar sem eru þyngri en 10 tonn eru gjaldskyldir árið 2026.
Eftirvagnar með akstursmæli
Kílómetragjald vegna eftirvagna er lagt á miðað við álestur af akstursmæli. Í tilvikum eftirvagna er einnig átt við nafmæla eða ökurita.
Eftirvagnar án akstursmælis
Hjá eftirvögnum sem ekki eru búnir akstursmælum færist gjaldskyldan yfir á ökutækið sem dregur vagninn hverju sinni, óháð eignarhaldi eða umráðum yfir eftirvagninum.
Það ökutæki sem dregur vagninn hverju sinni skal skrá kílómetrastöðu fyrir bæði vagninn og ökutækið.
Ökutæki undanþegin kílómetragjaldi
Nokkrar tegundir ökutækja eru undanþegin greiðslu kílómetragjalds, þar á meðal:
Ökutæki björgunarsveita sem eru sérmerktar og eingöngu notaðar í þágu þeirra.
Ökutæki með fyrstu skráningu 1. janúar 1965 eða fyrr og sýnt er fram á að ökutæki hafi aldrei verið með akstursmæli, ekki sé hægt að koma akstursmæli fyrir eða ekki sé hægt að lagfæra hann.
Ökutæki erlendra sendiráða sem eru merkt sem slík í ökutækjaskrá eða með viðeigandi skráningarmerki.
Ertu með fyrirspurn um kílómetragjald? Sendu okkur línu á km@skatturinn.is

Þjónustuaðili
Skatturinn