Kílómetragjald á ökutæki sem eru tímabundið á Íslandi
Greiða þarf gjald af akstri ökutækja sem hafa heimild tollayfirvalda til tímabundinnar notkunar hér á landi. Gjaldið fer eftir þyngd ökutækis og lengd dvalar.
Fyrir styttri dvöl er greitt fast gjald en fyrir lengri dvöl er greitt miðað við ekna vegalengd á landinu.
Ábyrgð á greiðslu ber sá sem fær heimildina.
Skráning og greiðsla
Við komu
Skrá þarf kílómetrastöðu ökutækis.
Ökutæki undir 10 tonn: Greitt er fast akstursgjald miðað við áætlaða lengd dvalar. Akstursgjald er fullnaðargreiðsla fyrir ökutæki sem eru 30 daga eða skemur á landinu.
Innflytjandi sem bókað hefur flutning á ökutæki til Íslands fær sendan tölvupóst og/eða SMS frá tollgæslu með leiðbeiningum um skráningu og greiðslu gjalds.
Við brottför
Skrá þarf kílómetrastöðu við brottför frá landinu.
Ökutæki undir 10 tonn: Ef ökutæki hefur verið lengur en 30 daga á landinu skal greiða kílómetragjald miðað við ekna vegalengd. Akstursgjald sem hefur þegar verið greitt kemur til frádráttar.
Ökutæki sem eru 10 tonn eða þyngri: Greiða skal kílómetragjald miðað við ekna vegalengd.
Gjald
Dvöl í 30 daga eða skemur
Greiða skal fast akstursgjald fyrir eða við komu til landsins.
Akstursgjaldið ræðst af áætlaðri lengd dvalar.
Lengd dvalar | Bifreiðar (upp að 3,5 tonn) | Bifhjól (upp að 400 kg) |
|---|---|---|
10 dagar eða skemur | 13.900 kr. | 8.300 kr. |
11-20 dagar | 20.850 kr. | 12.450 kr. |
21 dag eða lengur | 24.325 kr. | 14.525 kr. |
Dvöl lengur en 30 daga
Sé ökutæki lengur en 30 daga samfellt hér á landi er greitt kílómetragjald við brottför í samræmi við ekna vegalengd.
Kílómetragjald | Bifreiðar (upp að 3,5 tonn) | Bifhjól (upp að 400 kg) |
|---|---|---|
Gjald á hvern ekinn kílómeter | 6,95 kr. | 4,15 kr. |
Akstursgjald sem greitt var við komu til landsins kemur til frádráttar. Kílómetragjaldið getur ekki orðið lægra en fast akstursgjald miðað við dvöl í 21 dag eða lengur.
Gjald fyrir önnur ökutæki
Ökutæki sem komu til landsins fyrir 1. janúar 2026
Erlend ökutæki sem komu tímabundið til landsins fyrir 1. janúar 2026 eru undanþegin greiðslu kílómetragjalds við brottför, að undanskyldum rafmagns-, tengiltvinn- og vetnisbílum.
Gjaldtakan nær allra ökutækja sem koma til landsins frá og með 1. janúar 2026.
Þjónustuaðili
Skatturinn