Kílómetragjald á ökutæki sem eru tímabundið á Íslandi
Þyngri bifreiðar (frá 3,5 til 10 tonn)
Greiða þarf gjald af akstri bifreiða sem eru tímabundið á Íslandi. Gjaldtakan fer eftir þyngd bifreiðar og hversu lengi hún er staðsett á landinu.
Dvöl í 30 daga eða skemur
Greiða skal fast akstursgjald sem fer eftir þyngd bifreiðar og fjölda daga sem varið er á landinu.
Leyfð heildarþyngd, kg | Fast akstursgjald, 10 dagar eða skemur | Fast akstursgjald, 11–20 dagar | Fast akstursgjald, 21 dagar eða lengur |
|---|---|---|---|
3.501 – 5.000 | 19.700 kr. | 29.550 kr. | 34.475 kr. |
5.001 – 6.000 | 20.880 kr. | 31.320 kr. | 36.540 kr. |
6.001 – 7.000 | 22.120 kr. | 33.180 kr. | 38.710 kr. |
7.001 – 8.000 | 23.460 kr. | 35.190 kr. | 41.055 kr. |
8.001 – 9.000 | 24.980 kr. | 37.290 kr. | 43.505 kr. |
9.001 – 9.999 | 26.360 kr. | 39.450 kr. | 46.130 kr. |
Gjald er greitt fyrir eða við komu til landsins.
Dvöl lengur en 30 daga
Sé bifreið lengur en 30 daga samfellt hér á landi er greitt kílómetragjald í samræmi við ekna vegalengd. Ekin vegalengd er reiknuð út frá skráningu á kílómetrastöðu á komu- og brottfararardegi.
Akstursgjald sem greitt var við komu til landsins kemur til frádráttar. Kílómetragjaldið getur ekki orðið lægra en fast akstursgjald miðað við dvöl í 21 dag eða lengur.
Kílómetragjald
Gjaldið er stighækkandi eftir því sem bifreiðin er þyngri.
Þjónustuaðili
Skatturinn