Greiða þarf kílómetragjald af akstri ökutækja yfir 10 tonn sem eru tímabundið á Íslandi. Gjaldtakan fer eftir þyngd ökutækis og hversu margir kílómetrar eru eknir. Ekin vegalengd er reiknuð út frá skráningu á kílómetrastöðu á komu- og brottfararardegi.
Ef ökutækið dregur eftirvagn sem er ekki búinn akstursmæli þá telur akstursmælir ökutækisins fyrir bæði ökutækið og eftirvagninn. Eigandi eða umráðamaður ökutækisins er gjaldskyldur fyrir eftirvagninum sem hann dregur.
Leyfð heildarþyngd, kg
Kílómetragjald, kr
10.001 – 11.000
13,98
11.001 – 12.000
14,81
12.001 – 13.000
16,29
13.001 – 14.000
17,92
14.001 – 15.000
19,71
15.001 – 16.000
21,68
16.001 – 17.000
23,86
17.001 – 18.000
26,25
18.001 – 19.000
27,37
19.001 – 20.000
28,55
20.001 – 21.000
29,77
21.001 – 22.000
31,06
22.001 – 23.000
32,40
23.001 – 24.000
33,79
24.001 – 25.000
35,24
25.001 – 26.000
36,75
26.001 – 27.000
38,04
27.001 – 28.000
39,36
28.001 – 29.000
40,74
29.001 – 30.000
42,17
30.001 – 31.000
43,65
31.001 og yfir
45,17
Hámarksviðmið um gjaldþyngd ökutækja gilda fyrir ökutæki sem eru 10 tonn eða meira að leyfðri heildarþyngd.
Þessar hámarksþyngdir eru notaðar sem grundvöllur fyrir útreikningi kílómetragjalds, jafnvel þótt leyfð heildarþyngd ökutækisins sé hærri.