Kílómetragjald á ökutæki
Áætlun á meðalakstri ef skráningu vantar
Í þeim tilvikum þar sem:
ekki eru til tvær skráningar kílómetrastöðu hjá núverandi eiganda ökutækis
eða skráning hefur ekki farið fram innan tímamarka
er miðað við áætlun ríkisskattstjóra á meðalaksti og bráðabirgðagreiðsla innheimt eftir því.
Ökutæki (önnur en bifhjól)
Ef aðeins ein eða engin skráning er til
Þegar aðeins ein eða engin skráning er til á núverandi eiganda eða umráðamann er meðalakstur áætlaður á eftirfarandi hátt:
Einstaklingar: 40 km/dag
Lögaðilar: 110 km/dag
Ökutækjaleiga: 150 km/dag
Leigubifreiðar: 270 km/dag
Ef skráningu er ekki sinnt
Ef ekki er skráð innan gefinna tímamarka er meðalakstur áætlaður að lágmarki eftirfarandi:
Einstaklingar: 60 km/dag
Lögaðilar: 165 km/dag
Ökutækjaleigur: 225 km/dag
Leigubifreiðar: 405 km/dag
Ef eldri gögn um meðalakstur sýna hærri tölur er miðað við þær.
Um leið og þú skráir kílómetrastöðu er gert uppgjör sem leiðréttir greiðslurnar þínar aftur í tímann. Þá er gerður upp mismunur á áætluninni sem rukkað var samkvæmt og raunakstrinum þínum á tímabilinu.
Bifhjól (undir 400 kg)
Ef aðeins ein eða engin skráning er til
Þegar aðeins ein skráning er til á núverandi eiganda eða umráðamann er meðalakstur fyrir bifhjól áætlaður:
10 km á dag
Ef skráningu er ekki sinnt
Ef ekki er skráð innan gefinna tímamarka er meðalakstur áætlaður að lágmarki eftirfarandi:
15 km á dag
Ef eldri gögn um meðalakstur sýna hærri tölur er miðað við þær.
Ertu með fyrirspurn um kílómetragjald? Sendu okkur línu á km@skatturinn.is

Þjónustuaðili
Skatturinn