Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Kílómetragjald á ökutæki

Skrá stöðu á kílómetramæli á Mínum síðum

Gjald fyrir rútur og vörubifreiðar (yfir 10 tonn)

Kílómetragjaldið er stighækkandi eftir því sem ökutækið er þyngra.

Gjaldskyldar bifreiðar

Öll skráningar- og skoðunarskyld ökutæki með leyfða heildarþyngd 10 tonn eða meira falla undir gjaldskyldu kílómetragjalds samkvæmt frumvarpinu.

Undir það falla vélknúin ökutæki sem eru aðallega ætluð til farþega- og farmflutninga, til dæmis vörubílar eða stærri hópferðabifreiðar.

Afsláttur á aðlögunartíma

Fyrstu árin er veittur afsláttur af gjaldi fyrir ökutæki þyngri en 10 tonn annars vegar fyrir hópbifreiðar og hinsvegar ökutæki sem knúin vistvænum orkugjöfum.

Afsláttur af kílómetragjaldi fyrir hópbifreiðar

Leyfð heildarþyngd

Afsláttur 2026

Afsláttur 2027

10.000–12.000 kg

10%

5%

12.001–20.000 kg

25%

12,5%

20.000 kg eða meira

30%

15%

Afsláttur af kílómetragjaldi fyrir ökutæki sem knúnir eru af metani, metanóli, rafmagni eða vetni

Leyfð heildarþyngd

Afsláttur 2026

Afsláttur 2027

Afsláttur 2028

Afsláttur 2029

Yfir 10.000 kg

80%

80%

80%

80%

Ökutæki undanþegin kílómetragjaldi

Nokkrar tegundir ökutækja eru undanþegin greiðslu kílómetragjalds, þar á meðal:

  • Ökutæki björgunarsveita sem eru sérmerktar og eingöngu notaðar í þágu þeirra.

  • Ökutæki með fyrstu skráningu 1. janúar 1965 eða fyrr og sýnt er fram á að ökutæki hafi aldrei verið með akstursmæli, ekki sé hægt að koma akstursmæli fyrir eða ekki sé hægt að lagfæra hann.

  • Ökutæki erlendra sendiráða sem eru merkt sem slík í ökutækjaskrá eða með viðeigandi skráningarmerki.

Ertu með fyrirspurn um kílómetragjald? Sendu okkur línu á km@skatturinn.is

Skrá stöðu á kílómetramæli á Mínum síðum

Þjónustuaðili

Skatt­urinn