Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráning bílaleigubíla á daggjald/kílómetragjald

Skráning ökutækja á daggjald / kílómetragjald

Ökutækjaleigur geta valið að greiða daggjald í stað kílómetragjalds af ökutækjum í skammtímaleigu.

Fjárhæð

Daggjaldið er 1.390 kr. fyrir hvern hafinn útleigudag.

Sú fjárhæð er miðuð við áætlaðan akstur upp á 200 km/dag.

Ef valið er að greiða daggjald telst það vera endanleg álagning kílómetragjalds og raunakstur þá ekki lagður til grundvallar.

Skilyrði

Skráning ökutækja á daggjald

Skilyrði fyrir því að færa ökutæki úr almennu kílómetragjaldi yfir í daggjald eru að ökutæki séu:

  • í eigu bílaleigu (með starfsleyfi hjá Samgöngustofu)

  • 3,5 tonn eða léttari

  • leigð út í hámarki 30 daga í senn

  • ekki leigð út til tengdra aðila (maka, barna eða nákominna ættingja)

Skráning ökutækja aftur á kílómetragjald

Skilyrði fyrir því að færa ökutæki úr daggjaldi yfir á kílómetragjald eru að ökutæki séu:

  • búin að vera skráð á daggjald í að lágmarki 15 daga

Framkvæmd skráningar

Bílaleiga þarf að skrá hjá ríkisskattsstjóra:

  • þau ökutæki sem óskað er eftir að daggjald verði greitt af eigi síðar en sjö virkum dögum fyrir gjalddaga bráðabirgðagreiðslu kílómetragjalds. Skráning tekur gildi næsta dag.

  • stöðu kílómetramælis á öllum ökutækjum sem gera skal breytingu á

Uppgjör

Skila skal skýrslu vegna daggjalds til ríkisskattstjóra eigi síðar en á 15. degi næsta mánaðar eftir lok greiðslutímabils.

Ef skýrslu er ekki skilað á tilskildum tíma, er álagning miðuð við að ökutæki hafi verið samfellt í útleigu á greiðslutímabili.

Gjalddagi daggjalds

Gjalddagi daggjalds hjá bílaleigum er fyrsti dagur annars mánaðar eftir lok greiðslutímabils og eindagi 14 dögum síðar.

Lágsmarkstíðni skráninga kílómetrastöðu

Bílaleigur mega skrá kílómetrastöðuna hvenær sem er en þeim er skylt að skrá að lágmarki á sex mánaða fresti.

Ef ökutækið er 10 tonn eða þyngra, þarf skráningin að eiga sér stað að minnsta kosti einu sinni á ári hjá faggildri skoðunarstofu.

Áætlun um meðalakstur

Ef skráningu kílómetragjalds er ábótavant er miðað við áætlun ríkisskattstjóra um meðalakstur á dag fyrir ökutækjaleigur:

  • Ef ein skráning liggur fyrir: 150 km.

  • Ef skráning er í vanskilum: 225 km.

Virðisaukaskattur og kæruleiðir

Skráning ökutækja á daggjald / kílómetragjald

Þjónustuaðili

Skatt­urinn