Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skoðunarhandbók ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. október 2025 -

Gildir frá: 01.03.2023. Í skoðunarhandbók ökutækja eru verklagsreglur fyrir skoðunarstofur og endurskoðunarverkstæði um hvernig haga skuli skoðun og dæmingum einstakra skoðunaratriða.

    Verklagsbók fyrir reglubundnar skoðanir o.fl.

    Í verklagsbókinni er lýst allri framkvæmd aðalskoðunar ásamt skoðun á ástandi í skráningarskoðun, breytingaskoðun og endurskoðun­um þeirra. Lýsing á skoðunar­aðferðum, verklýsingar og dæmingar einstakra skoðunaratriða.

    Skoðunaratriðin og dæmingar þeirra ásamt stuttri lýsingu á skoðunaraðferðum, verklýsingum, athugasemdum og túlkunum er að finna í pdf-skjali. Ítarlegri leiðbeiningar um kröfur, mæliaðferðir, skoðunaraðferðir og skráningu einstakra ökutækja, öktækjaflokka eða einstakra hluta ökutækja, er svo að finna þessum köflum.

    Efni kaflans

    Skráningarmerki

    Upplýsingar um gerðir og notkun skráningarmerkja og umferðaskráningar (með innlögn og úttekt skráningarmerkja) er að finna í skráningareglum ökutækja og verklýsingar og athugasemdir er að finna í skoðunaratriði 0.1 Skráningarmerki í verklagsbók reglubundinna skoðana.

    Sérstaklega er minnt á eftirfarandi úr skráningareglum ökutækja:

    • Ef niðurstaða skoðunar á ökutæki sem er án skráningarmerkja er "Notkun bönnuð" er óheimilt að afhenda eða setja innlögð skráningarmerki á ökutæki. Þetta á við um allar mögulegar ástæður þess að skráningarmerkin eru ekki á ökutæki, s.s. innlögð af eiganda, afklippt af lögreglu (vegna vanbúnaðar, tjóns, trygginga, o.fl.) eða skilað inn af öðrum aðila.

    • Mögulegt er, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, að skrá númeralaust ökutæki í umferð (með úttekt skráningarmerkja) án þess að það hafi áður verið fært til reglubundinnar skoðunar, þó frestur til að færa það til skoðunar sé liðinn.


    Lög og reglur

    Stjórnvaldskröfur sem skjalið byggir á er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

    • Umferðarlög nr. 77/2019.

    • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

    • Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.

    • Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.