Fara beint í efnið

Skoðunarhandbók ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. júní 2024 -

Gildir frá: 01.03.2023

    Leiðbeiningar framleiðenda

    Leiðbeiningar frá framleiðendum um skoðun einstakra kerfa eða íhluta.

    Efni kaflans

    Upplýsingar um leyfilegt slag í stýrisendum

    Ekkert slag er leyfilegt nema fyrir liggi upplýsingar frá framleiðanda um leyfileg mörk, sjá töflu 1.

    Tafla 1. Upplýsingar um leyfilegt slag í stýrisendum. (St4.1.5.1)

    Gerð bifreiðar

    Lengdarslag (endaslag)

    Þverslag

    Audi A8, VW Passat 1997-

    2 mm í legg

    Audi A4, A6 1998-

    (ekki í kúlunni sjálfri)

    Citroen

    2,5 mm

    0 mm

    (nýir ca 1,8 mm við 200 N átak)

    Mercedes Benz vöru- og hópbifreiðir

    2 mm

    0 mm

    Hyundai H100

    1,5 mm

    0 mm

    MAN

    2 mm

    0,25 mm

    MMC L200 97>

    1,5 mm

    0 mm

    MMC Pajero, L200, L300

    1,5 mm

    0 mm

    MMC Space Runner

    1,5 mm

    0 mm

    MMC Space Wagon

    1,5 mm

    0 mm

    Peugeot

    2,5 mm

    Saab 900/9000

    2 mm

    1 mm

    Scania

    2 mm

    0 mm

    Volvo vörubifreiðir

    2 mm

    0 mm

    Toyota Hilux

    Stillanlegir stýrisendar eru stilltir með því að snúa ró 1 og 1/3 úr hring til baka en gormur heldur á móti. Því getur verið um nokkurt slag að ræða þó ekki sé slit í liðnum.

    Upplýsingar um leyfilegt slag í stýrisupphengjum

    Ekkert slag er leyfilegt nema fyrir liggi upplýsingar frá framleiðanda um leyfileg mörk, sjá töflu 2.

    Tafla 2. Upplýsingar um leyfilegt slag í stýrisupphengjum. (St4.1.5.4)

    Gerð bifreiðar

    Leyfilegt slag

    Blazer

    6 mm færsla upp og niður miðað við 110 N átak á arm

    Upplýsingar um leyfilegt slag í stýrisvélum


    Slag í festingum stýrisvéla í Toyota LandCruiser (St4.2.5.1)

    Þessar upplýsingar eiga við um Toyota LandCruiser 90.

    Til að finna slag í fóðringu í hægri festingu sem er baula með fóðringu utan um stýrisvél, tekið er á stýrisvél hægra megin upp og niður með höndum, dæmt ef los er meira en 3 mm.

    Slag í festiboltum vinstra megin dæmt er ef slag er meira en 8 mm, mælt á skakara.

    Slag í stýrisvél Mercedes Benz (St4.2.5.2)

    Þessar upplýsingar eiga við um Mercedes Benz 168, 203, 209, 210, 211, 215, 220, 230 og 414.

    Eftirfarandi atriði þarf að hafa í huga þegar slag í tannstangarstýrisvél upptaldra gerða er athugað:

    • Hreyfillinn þarf að vera í gangi.

    • Hjólin þurfa að snúa beint fram.

    Þessi atriði gilda einnig þegar slag í innri stýrisenda er kannað.