Gjaldþrot einstaklinga
Fyrningartími
Skuldir eftir gjaldþrot fyrnast á 2 árum
Þegar skiptastjóri hefur lokið störfum byrjar tveggja ára fyrningartími að líða
Þær skuldir sem ekki voru greiddar falla niður þegar tvö ár eru liðin frá lokum skiptanna
Kröfur Menntasjóðs námsmanna falla ekki niður.
Að slíta fyrningu
Að slíta eða rjúfa fyrningu þýðir að nýr fyrningartími byrjar að líða.
Þegar fyrningu er slitið heldur skuld eða krafa áfram að vera gild.
Einstaklingur getur sjálfur slitið fyrningu á þessum 2 árum með því að greiða af eða viðurkenna skuld með samningi um greiðslur. Launaafdráttur slítur ekki fyrningu.
Kröfuhafi getur aðeins slitið fyrningu með því að fá dóm um viðurkenningu á fyrningarslitum. Ströng skilyrði eru fyrir því að fá slíkan dóm.
Kröfuhöfum er heimilt að halda áfram innheimtu á 2 ára fyrningartíma, á þessum tíma má því búast við að rukkanir haldi áfram að berast.
Vilji einstaklingur ekki slíta fyrningu ætti hann ekki að bregðast við innheimtu með greiðslu eða samningi um greiðslur á meðan tveggja ára fyrningartíminn er að líða
Launaafdráttur
Skatturinn hefur heimild, til að krefja vinnuveitanda um að draga allt að 75% af launum vegna vangoldinna þing- og sveitarsjóðsgjalda.
Sýslumaður hefur heimild, til að krefja vinnuveitanda að draga allt að 50% af launum vegna meðlagsskulda.
Hægt er að gera greiðsluáætlun um lækkun launaafdráttar hjá Skattinum og sýslumanni og slítur það ekki fyrningu.
Sýslumaður gæti ákveðið að vararefsingu vegna fésekta verði beitt á 2 ára fyrningartíma.
Til baka: Tekjur og eignir
Áfram: Í kjölfar gjaldþrots
Þjónustuaðili
Umboðsmaður skuldara