Fara beint í efnið

Gjaldþrot einstaklinga

Á þessari síðu

Að krefjast gjaldþrotaskipta

Kostnaður

Leggja þarf fram tryggingu fyrir skiptakostnaði ef ljóst er að eignir standa ekki undir skiptakostnaði.

  • 280.000 krónur í tryggingagjald

  • 20.000 krónur í gjald til ríkissjóðs við þingfestingu

Að sækja um hjá umboðsmanni skuldara

Ef þú hefur árangurslaust leitað lausna, getur þú sótt um fjárhagslega aðstoð til að greiða kostnað vegna gjaldþrotaskipta.

Markmiðið er að gera einstakling, sem á ekki eignir og hefur ekki greiðslugetu, mögulegt að krefjast gjaldþrotaskipta á búi sínu.

Að krefjast gjaldþrotaskipta hjá héraðsdómi

  • Krafa um gjaldþrotaskipti þarf að vera skrifleg.

  • Kröfu á að skila til þess héraðsdómstóls þar sem þú hefur lögheimili.

  • Kröfu og fylgigögnum þarf að skila í 2 einstökum. Hjá héraðsdómi Reykjavíkur dugar 1 eintak.

Kröfugerð

Hvort sem þú færð aðstoð hjá umboðsmanni skuldara eða krefst gjaldþrotaskipta beint hjá héraðsdómi þarf þú að skila kröfugerð.


Til baka: Gjaldþrot

Áfram: Eftir að krafa er lögð fram