Aðstoð til greiðslu kostnaðar vegna gjaldþrotaskipta
Almennt
Ef þú hefur árangurslaust leitað lausna vegna fjárhagsvanda, getur þú að ákveðnum skilyrðum uppfylltum fengið fjárhagslega aðstoð til að greiða kostnað vegna gjaldþrotaskipta hjá umboðsmanni skuldara (UMS).
Markmiðið er að gera einstakling, sem á ekki eignir og hefur ekki greiðslugetu, mögulegt að krefjast gjalþrotaskipta á búi sínu.
Fyrir einstaklinga í verulegum fjárhagsvanda
sem hyggjast krefjast gjaldþrotaskipta á búi sínu
sem hafar árangurslaust leitað annarra greiðsluvandaúrræða eins og til dæmis
hafa ekki getu til að greiða kostnað vegna gjaldþrotaskipta án aðstoðar
Svona virkar aðstoð til greiðslu skiptakostnaðar:
Þú sækir um og UMS metur hvort þú uppfyllir skilyrði.
Ef umsókn er samþykkt greiðir UMS skiptatryggingu beint til héraðsdóms.
Ef þú ert óviss um hver næstu skref séu getur þú haft samband í síma 512 6600
Þú getur einnig pantað símtal og fengið nánari upplýsingar um þjónustu umboðsmanns skuldara.
Nánar um gjaldþrot einstaklinga (pdf)
Áfram: Umsóknarferlið
Þjónustuaðili
Umboðsmaður skuldara