Fara beint í efnið

Aðstoð til greiðslu kostnaðar vegna gjaldþrotaskipta

Á þessari síðu

Niðurstaða umsóknar

Þegar umsókn er samþykkt

  1. Umsækjandi sækir gögn til umboðsmanns skuldara og fer með þau í héraðsdóm í því umdæmi sem lögheimili hans er.

  2. Umboðsmaður skuldara greiðir skiptatryggingu, 280.000 krónur, til héraðsdóms þegar málið er tekið fyrir.

  3. Umsækjandi er boðaður í héraðsdóm þegar mál hans er tekið fyrir. Mikilvægt er að hann mæti. Annars verður litið svo á að hann sé hættur við kröfu um gjaldþrotaskipti.

  4. Dómari metur hvort umsækjandi uppfylli skilyrði fyrir því að fá bú sitt tekið til gjaldþrotaskipta.

Yfirlýsingu um veitta fjárhagsaðstoð skal afhenda héraðsdómi innan þriggja mánaða frá samþykkt umsóknar, annars fellur fjárhagsaðstoðin niður.

Annar kostnaður

20.000 krónur þingfestingargjald sem einstaklingur í gjaldþrotaskiptum greiðir.

Þegar umsókn er hafnað

Ef umsókn er hafnað er hægt að fá:

  • leiðbeiningar um önnur greiðsluvandaúrræði

  • yfirlit yfir fjárhagsstöðu

Ef umboðsmaður skuldara synjar umsókn er sú ákvörðun kæranleg til úrskurðarnefndar velferðarmála innan tveggja vikna frá því að viðkomandi móttók ákvörðun um höfnun umsóknar.

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að umsókn um fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta er synjað.


Tilbaka: Umsóknarferlið

Aftur á upphafssíðu: Aðstoð til greiðslu kostnaðar vegna gjaldþrotaskipta