Þegar þú hefur lagt fram kröfu um gjaldþrotaskipti fer hún til málsmeðferðar fyrir héraðsdómi þar sem þú hefur lögheimili eða fastan dvalarstað, ef hann er annar en lögheimili.
Boðað í þinghald
Ef héraðsdómari metur að skilyrði til gjaldþrotaskipta séu uppfyllt boðar hann þig til þinghalds.
Þú eða lögmaður með umboð verður að mæta í þinghald. Aðrir geta ekki mætt fyrir þína hönd.
Ef þú eða lögmaður mætir ekki telst krafan afturkölluð.
Þú færð úrskurð um gjaldþrotaskipti í hendurnar.
Gjaldþrotsskipti krefjast þess að þú sért virkur þátttakandi og gefur réttar upplýsingar.
Gjaldþrotaskipti skref fyrir skref
Við úrskurð um gjaldþrotaskipti verður til sérstakur lögaðili sem kallast þrotabú.
Skiptastjóri fer með forræði þrotabúsins.
Það tekur að jafnaði nokkra mánuði að ljúka skiptum
Skiptastjóri birtir auglýsingu í Lögbirtingablaði. Það er gert til að kanna hvort það séu fleiri kröfur sem tilheyra þér. Þetta er kallað innköllun.
Í innköllun kemur nafn þitt og kennitala fram.
Skiptastjóri mun óska eftir að öllum reikningum og greiðslukortum þínum sé lokað.
Oft er hægt að stofna nýjan innlánsreikning án heimildar eða fyrirframgreitt kreditkort.
Skiptastjóri tekur ákvarðanir um hvernig eignum þrotabúsins er ráðstafað.
Einstaklingur fær að halda eftir eignum sem ekki er gert fjárnám í sem dæmi lausafjármunum til að halda látlaust heimili, nauðsynlegum lausafjármunu vegna örorku eða heilsubrests eða munum sem notaðir eru vegna atvinnu.
Skiptastjóri getur sagt upp samningi um leigu.
Alla jafnan tekur það nokkra mánuði fyrir skiptastjóra að ljúka skiptum.
Gjaldþrotaskiptum getur lokið með úthlutun fjármuna til kröfuhafa ef eignir eru í búinu, eða án úthlutunar ef engar eignir eru fyrir hendi.
Skuldir sem ekki fást greiddar við skiptin falla niður þegar 2 ár eru liðin frá lokum skiptanna, nema fyrningu sé slitið.