Fara beint í efnið

Gjaldþrot einstaklinga

Á þessari síðu

Tekjur og eignir

  • Á meðan skiptum stendur

Við gjaldþrotaskipti tekur þrotabúið við öllum fjárhagslegum réttindum þar með töldum eignum.

Skiptastjóri fer með forræði þrotabúsins og tekur ákvarðanir um ráðstöfun eigna og réttinda þrotabúsins á meðan á skiptum stendur.

Eignir

Skiptastjóri ákveður hvernig eigum er ráðstafað.

  • Þú færð að halda eignum sem ekki er gert fjárnám í eins og húsgögnum og öðru til að halda látlaust heimili og hlutum sem eru nauðsynlegir vegna örorku eða heilsubrests.

Bankareikningar

Skiptastjóri mun óska eftir að öllum reikningum og greiðslukortum þínum sé lokað.

  • Þú getur alla jafnan stofnað nýjan innlánsreikning eða fengið fyrirframgreitt kreditkort.

Tekjur

  • Þú hefur forræði á þeim tekjum sem þú vinnur þér inn á meðan á gjaldrotaskiptum stendur.

Sjálfstætt starfandi

Skiptastjóri tekur ákvörðun um hvernig staðið verður að atvinnurekstri þrotabúsins og gagnkvæmum samningum þess.

  • Þrotabúið tekur yfir hlut sem einstaklingur kann að eiga í félagi og leitast við að koma honum í verð.

  • Skiptastjóri getur óskað eftir því að virðisaukaskattsnúmeri þínu verði lokað og þú tekinn af launagreiðendaskrá.


Til baka: Eftir að krafa er lögð fram

Áfram: Fyrningartími