15. ágúst 2010
15. ágúst 2010
Þessi frétt er meira en árs gömul
Manndráp í Hafnarfirði
Laust fyrir hádegi í dag var tilkynnt um látinn mann í heimahúsi í Hafnarfirði. Er lögregla kom á vettvang varð ljóst að manninum, sem er á fertugsaldri, hefur verið ráðinn bani, að öllum líkindum með eggvopni. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en rannsókn þess er á frumstigi. Ekki er hægt að greina nánar frá málavöxtu að svo stöddu.