7. febrúar 2019
7. febrúar 2019
Athugasemd vegna fréttar um sjálfsávísanir lækna
Vegna fréttar á Stöð 2 í gærkvöldi, um sjálfsávísanir lækna, vill Embætti landlæknis árétta að sjálfsávísanir lækna eru heimilar skv. lögum og eru undir sérstöku eftirliti. Árið 2018 ávísaðu 564 læknar ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig en í langflestum tilvikum var það í litlu magni og/eða átti sér eðlilegar skýringar.
Vegna fréttar á Stöð 2 í gærkvöldi, um sjálfsávísanir lækna, vill Embætti landlæknis árétta að sjálfsávísanir lækna eru heimilar skv. lögum og eru undir sérstöku eftirliti.
Árið 2018 ávísaðu 564 læknar ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig en í langflestum tilvikum var það í litlu magni og/eða átti sér eðlilegar skýringar, t.d. áfyllingar á læknatöskur. Í fáum tilvikum voru sjálfsávísanir þannig að embættinu þótti tilefni til að bregðist við og voru þau tilvik um tíu talsins.
Þá mátti ráða af fréttinni að fíknivandi væri algengari meðal heilbrigðisstarfsmanna en annarra í samfélaginu. Engar vísbendingar eru um að svo sé. Embætti landlæknis þykir leitt ef hægt var að misskilja fréttina þannig að sjálfsávísanir og fíkn væri umtalsverður vandi.
Nánari upplýsingar gefur Andrés Magnússon yfirlæknis lyfjateymis