Fara beint í efnið

Endurveiting ökuréttar

Umsókn um endurveitingu ökuréttinda má afhenda lögreglustjóra, óháð því hvar á landinu umsækjandi hefur búsetu.

Hafi ökuréttindi verið afturkölluð vegna læknisfræðilegra ástæðna eða vegna notkunar ávana- eða fíkniefna eða annarra sljóvgandi efna eða vegna ónógrar reglusemi skal leggja fram læknisvottorð. Hafi afturköllun ökuréttinda varað þrjú ár eða lengur er það skilyrði fyrir endurveitingu að umsækjandi standist hæfnispróf. Lögreglustjóri getur ef sérstaklega stendur á ákveðið að ekki þurfi að gangast undir hæfnispróf.

Hafi ökuréttindi verið afturkölluð vegna þess að hlutaðeigandi stóðst ekki hæfnispróf eða hæfnisprófið fór ekki fram má endurveiting fyrst fara fram að hlutaðeigandi standist nýtt hæfnispróf.

Handvirk umsókn

Sækja um endurveitingu ökuréttar