Um Mínar síður
Markmið með Mínum síðum Ísland.is er að það verði til einn staður fyrir einstaklinga og lögaðila til að nálgast gögn og sækja sér þjónustu þvert á stofnanir ríkisins.

Hvað má finna á Mínum síðum?
Stafrænt pósthólf
Meginsamskiptaleið ríkisins er stafræn og allar stofnanir sem hafa innleitt stafræna pósthólfið senda gögn til notenda í stafræna pósthólfið sem aðgengilegt er á Mínum síðum Ísland.is.
Mínar upplýsingar
Hér finnur notandi upplýsingar sínar og fjölskyldu sinnar úr Þjóðskrá og/eða Fyrirtækjaskrá.
Fjármál
Undir fjármálum birtast upplýsingar frá Fjársýslunni um stöðu notanda hjá ríkissjóði og öðrum stofnunum, ásamt fleiri aðgerðum.
Skuldleysisvottorð.
Umsókn um greiðsluáætlun.
Umsóknir
Staða á stafrænum umsóknum sem notandinn hefur sótt um hjá hinu opinbera.
Menntun
Einkunnir þínar og barna þinna úr samræmdum könnunarprófum allt frá árinu 2020 sem sóttar eru til Menntamálastofnunar eru birtar á Mínum síðum. Unnið er að því að því að koma öllum einkunnum úr menntakerfi Íslands á einn stað.
Fasteignir
Hér finnur notandi upplýsingar um fasteignir sínar, lönd og lóðir frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Veðbókarvottorð.
Ökutæki
Upplýsingar um ökutæki notanda, ökutækjaferil og uppfletting í ökutækjaskrá Samgöngustofu.
Skilavottorð.
Upplýsingar um skírteini og starfsleyfi
Í dag birtast meðal annars ökuskírteini, vinnuvélaréttindi, ADR-skírteini, skotvopnaleyfi og upplýsingar um vegabréf.
Að svo stöddu birtast einungis starfsleyfi kennara en unnið er að því að setja fleiri starfsleyfi þarna inn.
Mínar síður vaxa jafnt og þétt í tímans rás, eftir því sem fleiri stofnanir nýta sér þjónustugáttina.
Mínar síður búa ekki til ný og fleiri gögn heldur safna og sýna núverandi gögn frá ýmsum stofnunum.