Fara beint í efnið

Haldin er miðlæg skrá yfir allar bólusetningar á Íslandi (frá 2002/2003). Í skránni kemur fram:

  • Hver var bólusettur 

  • Hvaða bóluefni var gefið 

  • Hvenær það var gefið

  • Hvort aukaverkanir hafi hlotist af og 

  • Ástæða ef bólusetningu var neitað. 

Upplýsingar um bólusetningar sem voru framkvæmdar fyrir 2002 eru einungis til á þeim stöðum þar sem bólusetning fór fram. Einnig hægt að senda fyrirspurn á heilsugaeslan@heilsugaeslan.is.

Notagildi miðlægrar bólusetningaskrár

  • Nákvæmar upplýsingar fást um þátttöku í bólusetningum. 

  • Gott mat fæst á hættunni á að bólusetningasjúkdómar blossi upp hér á landi.

  • Auðvelt verður að finna einstaklinga sem eru óbólusettir og eiga á hættu að fá bólusetningasjúkdóma

  • Heilbrigðisstarfsmenn geta auðveldlega fengið upplýsingar á einum stað um allar fyrri bólusetningar einstaklinga.

  • Almenningur getur fengið upplýsingar um  fyrri bólusetningar sínar burtséð frá því hvar þær voru gerðar. 

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis