Fara beint í efnið

Bólusetning er ónæmisaðgerð sem ætlað er að koma í veg fyrir alvarlegan smitsjúkdóm. Bóluefnin eru ýmist unnin úr heilum, veikluðum eða deyddum sýklum (veirum, bakteríum) eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýklum. Bóluefnin sjálf valda oftast litlum einkennum en kenna varnarkerfi líkamans, ónæmiskerfinu, að þekkja sýkla. Ef ónæmiskerfið þekkir sýkil um leið og hann kemur inn í líkamann bregst það fljótt við til að hreinsa sýkil úr líkamanum. Þannig kemur bólusetning oft alveg í veg fyrir veikindi sem hún beinist gegn en sumar bólusetningar draga úr alvarleika veikinda en hindra þau ekki alveg.

Önnur tungumál:

Afhverju bólusetningar?

Markmiðið með bólusetningum er að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma, einkum hjá börnum og draga úr hættulegum afleiðingum smitsjúkdóma. Með útbreiddri notkun hindra bólusetningar oft útbreiðslu smitandi sjúkdóms og koma þannig í veg fyrir farsóttir. Í sumum tilfellum er mögulegt að útrýma sjúkdómum með öllu. Margir barnasjúkdómar, svo sem mislingar, barnaveiki, kíghósti og lömunarveiki, sjást afar sjaldan nú orðið. Ungbarnadauði vegna þessara sjúkdóma var þó algengur á 19. öldinni og framan af 20. öldinni. Reynsla margra Austur-Evrópuríkja sýnir að þessir sjúkdómar geta komið aftur ef slakað er á bólusetningum barna.

Önnur tungumál:

  • English (enska) - National Childhood Vaccination Program in Iceland as of February 2024

  • Polski (pólska) - Krajowy Program Szczepienia Dzieci w Islandii — luty 2024

  • Română (rúmenska) - Vaccinare națională pentru copii Program in Islanda care se desfășoară începând cu februarie 2024

  • українська (úkraínska) - Державна програма дитячої вакцинації в Ісландії на лютий 2024 р.

  • Русский (rússneska) - Государственная программа детской вакцинации в Исландии на февраль 2024 г.

  • Latviski (lettneska) - Valsts bērnu vakcinācijas programma Islandē no 2024. gada februāra

  • Lietuvių (litháíska) - Nacionalinė vaikų vakcinacija Programa Islandijoje nuo 2024 m. vasario mėn.

  • Español (spænska) - Vacunación nacional infantil Programa en Islandia a fecha de febrero de 2024

  • عربي (arabíska)

Bólusetningar koma í veg fyrir útbreiðslu alvarlegra smitsjúkdóma

Aðaltilgangur barnabólusetninga er að verja barn gegn alvarlegum veikindum. Fyrir almennar bólusetningar gildir þar að auki að bólusett barn smitar ekki næm börn af þeim sjúkdómi sem það er sjálft verndað gegn. Þannig eru bólusetningar einstakar aðgerðir sem eiga sér enga hliðstæðu í forvörnum sjúkdóma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fullyrðir að engar aðgerðir séu mönnum eins hagkvæmar og bólusetningar.

Getur verið ástæða til að bólusetja ekki barn?

Það er sárasjaldan ástæða til að bólusetja ekki barn. Ef eitthvað af þessu ofangreinda á við þitt barn skalt þú ræða það við lækninn eða hjúkrunarfræðinginn í heilsugæslunni.

Á Íslandi er bólusett gegn eftirfarandi sjúkdómum:

Hvað á að gera ef barnið fær hita eða sýnir önnur einkenni eftir bólusetninguna?

Börn eru mjög oft lítil í sér eða pirruð eftir bólusetningu, oftast í fáeinar klukkustundir eða skemur. Óþægindi á stungustað eru líklegasta skýring þessa í flestum tilvikum.

Fái barnið hita ráðleggja læknar og hjúkrunarfræðingar venjulega að því sé gefinn skammtur í samræmi við þyngd af parasetamóli til að lækka hitann. Það er svo endurtekið 4-6 klukkustundum síðar gerist þess þörf. Ef hitinn varir lengur en í sólarhring eða honum fylgja önnur einkenni er rétt að ráðfæra sig við lækni. Sum börn fá ráðleggingar um notkun íbúprófens í staðinn fyrir parasetamól eða að auki, frá 6 mánaða aldri.

Stundum kemur roði eða bólga á stungustað, oft mest áberandi daginn eftir bólusetningu. Þetta er eðlilegt og öll ummerki hverfa af sjálfu sér, oftast á innan við viku. Hafir þú áhyggjur af þessu skalt þú ræða það við hjúkrunarfræðing eða lækni á heilsugæslustöð.

Hvenær á að leita læknis?

Hafir þú einhverjar áhyggjur skalt þú hafa samband við hjúkrunarfræðing eða lækni. Ef barnið fær háan hita sem lækkar ekki innan klukkustundar eftir parasetamól, grætur óeðlilega eða fær krampa skalt þú hafa samband við lækni eins fljótt og auðið er.

Nánari upplýsingar

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis