Ráðleggingar um bólusetningar fullorðinna taka mið af áhættu einstaklinga fyrir tilteknum sjúkdómum. Sumar ráðleggingar eiga við allan almenning, aðrar við aldraða eða fólk með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða ástand og enn aðrar miða við hegðun og umhverfi tiltekinna hópa, s.s. ferðahegðun, starfsumhverfi eða félagslegt umhverfi.
Almennar ráðleggingar um bólusetningar fullorðinna:
Ekki lengur fáanlegt sem einþáttabóluefni, heldur með barnaveiki og kíghósta, eða barnaveiki, kíghósta og mænusótt.
Eiturmyndandi bakterían C. tetani er í jarðvegi á Íslandi og um allan heim. Smithætta er mest í tengslum við sár sem mengast af jarðvegi, sérstaklega til sveita þar sem búfénaður hefur skilið eftir úrgang. Mælt er með bólusetningu á 10 ára fresti ef smithætta getur verið til staðar á ferðalagi en þegar smithætta er mikil, s.s. í kjölfar áverka sem er mengaður af jarðvegi eða öðrum óhreinindum, er oft miðað við að bólusetja ef 5-7 ár eru liðin eða ef óvíst er hversu langt er liðið. Ef alveg óbólusettur einstaklingur fær slíkt sár ætti að gefa stífkrampamótefni þegar gert er að sárinu þar sem engin sértæk meðferð er til við stífkrampaveikindum sem geta verið sársaukafull, langvarandi og lífshættuleg. Mótefni eru unnin úr blóðvatni bólusettra manna eða dýra.
Ekki fáanlegt sem einþáttabóluefni, heldur með stífkrampa og kíghósta, eða stífkrampa, kíghósta og mænusótt.
Eiturmyndandi form C. diphtheriae sem geta valdið barnaveiki eru landlæg í stórum hluta heimsins og er mælt með bólusetningu á 10 ára fresti í tengslum við ferðalög almennt, en raunin er sú að yfirleitt er það gert í tengslum við ferðalög til landa í Afríku, Asíu og S-Ameríku. Smithætta er þó fyrir hendi í A-Evrópu og innflutt smit innan aðildarlanda Evrópusambandsins verið áberandi undanfarið ár.
Óbólusettir sem veikjast af völdum eiturmyndandi C. diphtheriae geta fengið meðferð með sértækum mótefnum ef greining er gerð tímanlega, en þau þarf þá að flytja inn sérstaklega. Mótefni eru unnin úr blóðvatni bólusettra manna eða dýra.
Illfáanlegt sem einþáttabóluefni, oftast gefið með stífkrampa, barnaveiki og kíghósta.
Mælt er með bólusetningu á 10 ára fresti í tengslum við ferðalög á landlæg svæði eða þar sem faraldur hefur komið upp nýlega. Afganistan og Pakistan eru einu löndin þar sem náttúruleg mænusóttarveira er enn landlæg. Víða um heim hafa hins vegar komið upp faraldrar vegna af-veiklaðrar veiru úr lifandi bóluefni, þegar þátttaka í bólusetningum er ófullnægjandi. Lifandi bóluefni hefur ekki verið notað hér á landi, heldur óvirkjað bóluefni. Það ver bólusettan einstakling gegn mænusótt en hindrar ekki íkomu veirunnar í meltingarveg þess bólusetta sem getur þá verið smitandi þótt hann veikist ekki sjálfur af mænusótt. Lifandi bóluefni þarf því að nota til að draga úr útbreiðslu slíkra faraldra og er ný, meira veikluð útgáfa af því væntanlegt á markað til að draga úr líkum á frekari faröldrum. Á árinu 2022 varð lömun hjá ungum óbólusettum manni í New York ríki í Bandaríkjunum og veira sem getur valdið faröldrum hjá óbólusettum greindist þrálátt í skólpi í Lundúnum, því hefur tímabundið verið mælt með bólusetningu ef 10 ár eru liðin frá fyrri bólusetningu, vegna allra ferðalaga.
Fólk fætt á tímabilinu 1974-1987 hefur ekki fengið almenna bólusetningu með MMR. Ekki er hægt að alhæfa um sögu um mislinga eða hettusótt fyrir þennan aldurshóp. Bólusetning getur dregið úr alvarlegum veikindum vegna mislinga og hettusóttar, jafnvel á miðjum aldri, og mælt er með að fólk sem er talið næmt fyrir öðrum hvorum sjúkdómnum íhugi bólusetningu. Einn skammtur dugar eftir 12 ára aldur.
Ráðleggingar um bólusetningar forgangshópa:
Lungnabólgubólusetning: Einn skammtur af fjölsykrubóluefni eða 20-gildu prótíntengdu bóluefni ef fjölsykrubóluefni fæst ekki eða samkvæmt læknisráði. Ef einstaklingar hafa áður fengið pneumókokkabóluefni fyrir 60 ára afmæli er mælt með bólusetningu samkvæmt leiðbeiningum um bólusetningu gegn pneumókokkum.
Inflúensubólusetning: Árleg bólusetning gegn inflúensu að hausti.
COVID-19 bólusetning: Bólusetning gegn COVID-19 samkvæmt nánari leiðbeiningum hverju sinni.
Kíghóstabólusetning (með þrígildu bóluefni með stífkrampa og barnaveiki, eða fjórgildu bóluefni með stífkrampa, barnaveiki og mænusótt): Eftir 18 vikna meðgöngu á hverri meðgöngu (fyrsta bólusetning barnsins). Bólusetning sem gerð er á fyrsta þriðjungi ver nýbura mun síður gegn kíghósta og er mælt með að hún sé endurtekin síðar á meðgöngunni.
Inflúensubólusetning: Árleg bólusetning gegn inflúensu að hausti, óháð meðgöngulengd.
COVID-19 bólusetning: Bólusetning gegn COVID-19 óháð meðgöngulengd, samkvæmt nánari leiðbeiningum hverju sinni.
HPV bólusetning: Öll bóluefni koma til greina en virkni gegn vörtuveirum er æskileg, a.m.k. einn skammtur eða skv. leiðarvísi (fram til 27 ára aldurs).
Bólusetning gegn lifrarbólgu A og B samkvæmt leiðarvísi (má gefa saman eða hvort í sínu lagi).
Bólusetning gegn MPX samkvæmt sérstökum leiðbeiningum.
Astmi sem er meðhöndlaður að staðaldri:
Inflúensubólusetning: Árleg bólusetning gegn inflúensu að hausti.
Hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómar, sykursýki:
Lungnabólgubólusetning: Sjá leiðbeiningar um bólusetningu gegn pneumókokkum. Einn skammtur af prótíntengdu bóluefni OG einn skammtur af fjölsykrubóluefni 6 mánuðum síðar. Ef fjölsykrubóluefni er gefið fyrir 60 ára aldur er það endurtekið einu sinni eftir 60 ára aldur, a.m.k. 5 árum frá fyrri skammti.
Inflúensubólusetning: Árleg bólusetning gegn inflúensu að hausti
COVID-19 bólusetning: Bólusetning gegn COVID-19 samkvæmt nánari leiðbeiningum hverju sinni.
Að auki ef sjúklingur er í blóðskilun vegna nýrnabilunar eða þarf tíðar blóðgjafir:
Bólusetning gegn lifrarbólgu B samkvæmt fylgiseðli.
HIV-jákvæðir einstaklingar:
Lungnabólgubólusetning: Sjá leiðbeiningar um bólusetningu gegn pneumókokkum. Einn skammtur af prótíntengdu bóluefni OG einn skammtur af fjölsykrubóluefni 6 mánuðum síðar. Ef fjölsykrubóluefni er gefið fyrir 60 ára aldur er það endurtekið einu sinni eftir 60 ára aldur, a.m.k. 5 árum frá fyrri skammti.
Inflúensubólusetning: Árleg bólusetning gegn inflúensu að hausti.
COVID-19 bólusetning: Bólusetning gegn COVID-19 samkvæmt nánari leiðbeiningum hverju sinni.
HPV bólusetning: Mælt er með breiðvirkasta fáanlega bóluefni, a.m.k. tveir skammtar með 6 mánaða millibili (fram til 45 ára aldurs).
Ónæmisbælandi sjúkdómar og meðferðir almennt (þ.m.t. krabbameinsmeðferð):
Lungnabólgubólusetning: Sjá leiðbeiningar um bólusetningu gegn pneumókokkum. Einn skammtur af prótíntengdu bóluefni OG einn skammtur af fjölsykrubóluefni 6 mánuðum síðar. Ef fjölsykrubóluefni er gefið fyrir 60 ára aldur er það endurtekið einu sinni eftir 60 ára aldur, a.m.k. 5 árum frá fyrri skammti.
Inflúensubólusetning: Árleg bólusetning gegn inflúensu að hausti.
COVID-19 bólusetning: Bólusetning gegn COVID-19 samkvæmt nánari leiðbeiningum hverju sinni.
Ónæmisbælandi sjúkdómar og meðferðir sem auka sérstaklega hættu á sýkingum vegna hjúpaðra baktería (þ.m.t. sigðfrumublóðleysi, miltisleysi, MBL-skortur):
Lungnabólgubólusetning: Sjá leiðbeiningar um bólusetningu gegn pneumókokkum. Einn skammtur af prótíntengdu bóluefni OG einn skammtur af fjölsykrubóluefni 6 mánuðum síðar. Ef fjölsykrubóluefni er gefið fyrir 60 ára aldur er það endurtekið einu sinni eftir 60 ára aldur, a.m.k. 5 árum frá fyrri skammti.
Inflúensubólusetning: Árleg bólusetning gegn inflúensu að hausti.
COVID-19 bólusetning: Bólusetning gegn COVID-19 samkvæmt nánari leiðbeiningum hverju sinni.
Heimilisfólk lifrarbólgu B smitaðra:
Bólusetning gegn lifrarbólgu B (greitt af stofnun sem bólusetur)
Athugið! Á ekki bara við um nýfædd börn smitaðra mæðra.
Við ráðningu og árlega eftir það skal fara yfir bólusetningastöðu heilbrigðisstarfsmanna og bjóða bólusetningu samkvæmt eftirfarandi:
MMR tvisvar óháð aldri við fyrsta skammt. Lágmark 4 vikur á milli skammta. MMR má gefa heilbrigðisstarfsfólki í þriðja sinn ef >10 ár liðin frá síðasta skammti og hettusóttarfaraldur eða mislingafaraldur yfirstandandi, með dreifingu meðal bólusettra.
Kíghóstabólusetning (með þrígildu bóluefni með stífkrampa og barnaveiki, eða fjórgildu bóluefni með stífkrampa, barnaveiki og mænusótt): Á 10 ára fresti.
Lifrarbólgu B bólusetning: 3 skammtar á mannsævi, ekki er mælt með endurbólusetningu.
Inflúensubólusetning: Árleg bólusetning gegn inflúensu að hausti. Dregur úr hættu á að hraustur starfsmaður með lítil einkenni smiti viðkvæma einstaklinga af inflúensu.
COVID-19 bólusetning: Bólusetning gegn COVID-19 samkvæmt nánari leiðbeiningum hverju sinni
Fyrir starfsmenn í sérstakri smithættu kemur til greina að bjóða einnig:
Bólusetningu gegn MPX/bólusótt samkvæmt sérstökum leiðbeiningum (starfsmenn á rannsóknarstofu þar sem unnið er með sýni sem smithætta er af, starfsmenn í móttöku sjúklinga ef faraldur kemur upp).
Bólusetningu gegn heilahimnubólgu vegna meningókokka (starfsmenn á rannsóknarstofum þar sem greining meningókokkasjúkdóms fer fram, e.t.v. starfsmenn bráðamóttöku ef faraldur kemur upp).
Bólusetningu gegn pneumókokkum (allir starfsmenn frá 60 ára aldri).
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis