Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Bólusetning gegn pneumókokkum

Pneumókokkar/lungnabólgubakteríur eru algengar bakteríur sem valda öndunarfærasýkingum svo sem skútabólgu (á ensku sinusitis), eyrnabólgum og lungnabólgum, en geta í sumum tilvikum brotið sér leið út úr öndunarfærum og valdið blóðsýkingum, heilahimnubólgu, bein- og liðsýkingum og fleira, sem kallast einu nafni ífarandi sýkingar og geta verið lífshættulegar.

Bóluefni hafa verið þróuð gegn þeim gerðum pneumókokka sem eru líklegastar til að valda ífarandi sýkingum.

Bólusett er gegn pneumókokkum í barnabólusetningum á Íslandi en einnig getur verið ástæða til að bólusetja þá sem eldri eru eða með breiðvirkari bóluefnum, þegar sérstakir áhættuþættir eru fyrir hendi.

Í leiðbeiningunum er meðal annars fjallað um val á bóluefni þegar til staðar eru áhættuþættir, en verulegar breytingar hafa orðið á framboði bóluefna á síðustu tveimur árum.

Bólusetning gegn pneumókokkum utan áætlunar er gerð á kostnað einstaklings sem fær hana.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis