Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fjölmargir smitsjúkdómar eru landlægir í suðlægum löndum, einkum í hitabeltinu. Rétt er að undirbúa ferðir á þau svæði vel, ráðfæra sig við lækni um þá heilsufarslegu hættu sem kann að vera fyrir hendi og hvaða bólusetningar eru nauðsynlegar þegar farið er á þessi landssvæði. Enda þótt bólusetningar geti verið mikilvægar ferðamönnum er ekki er síður mikilvægt að huga að ýmsum almennum atriðum í tengslum við ferðir til annarra landa.

Hvar er bólusett?

Hægt er að fá ráðleggingar um bólusetningar vegna ferðalaga á Heilsugæslustöðvum.
Fólk sem skráð er á einhverja af stöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins getur óskað eftir ráðgjöf í netspjall Heilsuveru.

Ferðabólusetningar eru gerðar á öllum heilsugæslustöðvum, í Þönglabakka 1, Reykjavík og öðrum aðilum sem fengið hafa til þess leyfi frá sóttvarnalækni s.s. Vinnuvernd, Kópavogi og Heilsuvernd, Kópavogi.

Bólusetningar 

Erfitt er að gefa einhlítar ráðleggingar um bólusetningu ferðamanna. Þeir þættir sem ráða því hvort og með hvaða bóluefni viðkomandi verði bólusettur eru:

  • Saga um fyrri bólusetningar

  • Til hvaða lands og landsvæðis er verið að fara?

  • Hversu lengi mun viðkomandi dvelja í landinu og við hvaða aðstæður?

  • Hversu algengir eru sjúkdómar sem bólusett er gegn á ferðasvæði viðkomandi?

Bólusetningar ferðamanna

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis