Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Mælt með ferðamannabólusetningum við barnaveiki og mænusótt

13. október 2022

Sóttvarnalæknir mælir með bólusetningu gegn barnaveiki og mænusótt fyrir öll ferðalög erlendis, fyrir 24 ára og eldri sem ekki hafa fengið slíkar bólusetningar á sl. 10 árum.

Bólusetningar

Sóttvarnalæknir mælir með bólusetningu gegn barnaveiki og mænusótt fyrir öll ferðalög erlendis, fyrir 24 ára og eldri sem ekki hafa fengið slíkar bólusetningar á sl. 10 árum. Foreldrar barna sem munu ferðast á næstunni eru hvattir til að staðfesta að börn hafi fengið alla skammta sem mælt er með miðað við aldur. Hægt er að sjá bólusetningar sem gerðar hafa verið hér á landi frá 2004 í Heilsuveru.

Tilefnið er aukinn innflutningur barnaveiki til Evrópu það sem af er ári og dreifing mænusóttarveiru í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar.

Bólusetningar eru gerðar hjá heilsugæslunni og aðilum sem sinna ferðamannaheilsuvernd. Bólusetningar utan almennra bólusetninga barna og óbólusettra fullorðinna eru á kostnað einstaklinga.

Lesa nánar: Ráðleggingar um bólusetningar við barnaveiki og mænusótt október 2022

Sóttvarnalæknir