Fara beint í efnið

Ættleiðing stjúpbarns yfir 18 ára aldri

Umsókn um leyfi til ættleiðingar stjúpbarns yfir 18 ára aldri

Málsmeðferð hjá sýslumanni

Sýslumaður aflar gagna frá Þjóðskrá Íslands og málinu er úthlutað til fulltrúa sem yfirfer umsóknina. 

Ef einhver skilyrða eru augljóslega ekki uppfyllt, svo sem skilyrði um sambúðartíma, getur sýslumaður hafnað umsókninni á þessu stigi með úrskurði. Umsækjendum er áður gefinn kostur á að koma að gögnum og athugasemdum sínum.

Umsækjanda er sent bréf þar sem aðilar máls eru boðaðir til viðtals til að veita samþykki sitt fyrir ættleiðingunni.

Kynforeldri er sent bréf þar sem því er kynnt framkomin umsókn og því gefinn kostur á að koma að athugasemdum sínum, ef einhverjar eru. Berist athugasemdir frá kynforeldri eru þær kynntar aðilum málsins en þær koma þó ekki í veg fyrir að leyfi til ættleiðingar verði veitt.

Umsögn ættleiðingarnefndar

Telji sýslumaður þörf á, svo sem ef vafi er talinn á því hvort skilyrði fyrir útgágu ættleiðingarleyfis eru uppfyllt, getur sýslumaður óskað eftir umsögn ættleiðingarnefndar. Sé leitað umsagnar ættleiðingarnefndar er nefndinni almennt veittur þriggja mánaða frestur til að skila umsögn. Þegar umsögnin liggur fyrir er hún kynnt umsækjanda og gefinn kostur á athugasemdum.

Þegar nægilegar upplýsingar liggja fyrir tekur sýslumaður ákvörðun um hvort gefið er út ættleiðingarleyfi eða umsókninni hafnað.

Umsókn um leyfi til ættleiðingar stjúpbarns yfir 18 ára aldri