Fara beint í efnið

Ættleiðing stjúpbarns yfir 18 ára aldri

Umsókn um leyfi til ættleiðingar stjúpbarns yfir 18 ára aldri

Umsókn um stjúpættleiðingu er lögð fram af stjúpforeldrinu sem vill ættleiða stjúpbarn sitt.

Áður en sótt er um ættleiðingu stjúpbarns, er mikilvægt að kynna sér almennar upplýsingar um skilyrði stjúpættleiðingar.

Fylgigögn með umsókn

  • Fæðingarvottorð þess sem ættleiða á, ef viðkomandi er fæddur erlendis.

  • Fæðingarvottorð umsækjenda, ef viðkomandi er fæddur erlendis

  • Hjúskaparvottorð eða gögn til sönnunar á lágmarks sambúðartíma. 

  • Umsögn eiginmanns/eiginkonu/sambúðarmaka þess sem ættleiða á um ættleiðingarbeiðni.

Ættleiðingarleyfi gefið út

Þegar sýslumaður fellst á umsókn og gefur út ættleiðingarleyfi er umsækjanda sent ættleiðingarleyfið í pósti. Tilkynning um ættleiðingu er send öðrum sem tengjast málinu.

Tilkynning um ættleiðinguna er einnig send til Þjóðskrár Íslands.

Ef óskað er nafnbreytingar er bent á umsókn hjá Þjóðskrá Íslands.

Ættleiðingu hafnað

Ef sýslumaður hafnar því að gefa út ættleiðingarleyfi, er það gert með rökstuddum úrskurði. 

Kæra á úrskurði sýslumanns

Hægt er að kæra úrskurð sýslumanns til dómsmálaráðuneytis innan tveggja mánaða frá dagsetningu úrskurðarins.

Umsókn um leyfi til ættleiðingar stjúpbarns yfir 18 ára aldri