Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Umsókn um stuðning við skógrækt félaga og samtaka - Vorviður

Umsókn um stuðning til skógræktar

Félög sækja um stuðninginn til Lands og skógar sem annast umsýslu þessa verkefnis.

Umsóknarfrestur fyrir verkefni árið 2025 er liðinn. Auglýst verður á ný snemma árs 2026.

Upplýsingar sem þurfa að fylgja

Á rafrænu eyðublaði þarf að útfylla eftirfarandi:

  • Nafn og kennitala, heimilisfang, símanúmer og netfang félags og forsvarsmanns eða tengiliðar.

  • Ræktunarsvæði, staðsetning og landgerð (lýsing ásamt mynd eða korti).

  • Skipulagsleg staða landsins og verndarákvæði ef einhver eru.

  • Leyfi landeiganda (afrit af samningi/samkomulagi).

  • Áætlað umfang, landstærð, fjöldi plantna og plöntutegundir og kostnaðaráætlun.

Forsendur styrkveitingar

Umsóknarfrestur er tilgreindur í auglýsingu hverju sinni og fyrir tiltekinn dag tilkynnir verkefnisstjóri umsækjendum um úthlutun vegna viðkomandi árs.

Félag sem hlýtur styrk gerir samning við Land og skóg fyrir eitt ár í senn. Samningi fylgja leiðbeiningar um hvar nálgast má plönturnar. Forsendur eru:

  • Að umsækjandi hafi leyfi landeiganda fyrir framkvæmdinni og að hún stangist ekki á við verndarákvæði samkvæmt landslögum eða skipulagsáætlun viðkomandi sveitarfélags.

  • Landið sé friðað fyrir beit.

  • Gerður verður samningur við styrkþega um viðkomandi skógræktarverkefni. Hann er byggður á upplýsingum umsækjanda, einfaldri ræktunaráætlun og kostnaðaráætlun.

Forgangur að styrkjum

Forgangsröðun mótast einkum af ræktunaröryggi, aðallega hvað varðar beitarfriðun og örugga getu félaga til að koma hlutum í verk.

Land

  • Stærri lönd sem eru skipulögð til skógræktar og friðuð fyrir beit eða svæði inn­an slíkra heilda, t.d. svæði innan skógræktarsvæða sveitarfélaga eða annarra aðila.

  • Stærri einkalönd sem eru friðuð fyrir beit.

  • Minni svæði (minnst 1 hektari) sem eru friðuð fyrir beit.

    • Svæði sem ekki eru friðuð fyrir beit koma ekki til greina.

    • Frístundalóðir koma ekki til greina.

Félög

  • Formleg félög sem ekki hafa aðgang að annarri fjármögnun til skógræktar, til dæmis góðgerðarfélög og áhugamannasamtök.

  • Óformleg félög sem ekki hafa aðgang að annarri fjármögnun til skógræktar, til dæmis vinnustaða­félög.

  • Félög sem hafa aðgang að annarri fjármögnun til skógræktar, til dæmis skógræktar­félög.

    • Fyrirtæki og opinberar stofnanir eða félög (hf., ehf., sf., ohf.) koma ekki til greina.

Kröfur til styrkþega

  • Fyrir 15. október skulu styrkþegar hafa skilað framkvæmdaskýrslu á þar til gerðu eyðu­blaði ásamt útlínum hins nýja skógar, hnituðum með sérstöku appi eða teiknuðum á loftmynd.

  • Bökkum undan skógarplöntum ber að skila til baka á afhendingarstað sem fyrst eftir gróðursetningu.

Umsókn um stuðning til skógræktar

Þjónustuaðili

Land og skógur