Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vorviður – umsókn um stuðning við skógrækt félaga og samtaka

Umsókn um stuðning til skógræktar

Stuðningur við skógrækt félaga og samtaka

Sem hluti af aðgerðaráætlun ríkisins í loftslagsmálum er Landi og skógi falið að efla tengsl við og styðja félagasamtök með sérstöku verkefni. Verkefnið er hluti aðgerðaráætlunar ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og bættri landnýtingu í þágu loftslags.

Markmið og forsendur

Markmið verkefnisins er að efla samstarf Lands og skógar við ýmis félög um allt land, með það að markmiði að gefa félögum kost á að binda kolefni með eigin skógrækt. Félög sem nota land sem þegar er á skipulögðu skógræktarlandi munu njóta forgangs. Í ár verður styrkur veittur í formi skógarplantna (bakkaplantna) af helstu tegundunum, það er ilmbjörk, stafafuru, sitkagreni, rússalerki og alaskaösp. Sá fyrirvari er þó gerður að afföll geta alltaf komið upp hjá framleiðendum.

Stuðningurinn felst í úthlutun plantna eingöngu. Félög sækja um styrkinn til Lands og skógar sem annast umsýslu þessa verkefnis. Sækja þarf um fyrir hvert ár eins og vinnureglur kveða á um.

  • Umsóknarfrestur fyrir verkefni árið 2025 er til 13. apríl 2025.

Nánari útfærslu, leiðbeiningar og einstakar forsendur úthlutana má finna hér að neðan.

Nánari útfærsla og úthlutunarreglur

Umsækjendur

Markhópurinn eru almannafélög eða félagasamtök.

Umsóknir

Félög sækja um stuðninginn til Lands og skógar sem annast umsýslu þessa verkefnis. Umsóknarfrestur fyrir verkefni árið 2025 er til 13. apríl.

Á rafrænu eyðublaði þarf að útfylla eftirfarandi:

  • Nafn og kennitala, heimilisfang, símanúmer og netfang félags og forsvarsmanns eða tengiliðar.

  • Ræktunarsvæði, staðsetning og landgerð (lýsing ásamt mynd eða korti).

  • Skipulagsleg staða landsins og verndarákvæði ef einhver eru.

  • Leyfi landeiganda (afrit af samningi/samkomulagi).

  • Áætlað umfang, landstærð, fjöldi plantna og plöntutegundir og kostnaðaráætlun.

Forsendur styrkveitingar

Umsóknarfrestur er til 13. apríl 2025 og fyrir 1. maí mun verkefnisstjóri tilkynna umsækjendum um úthlutun vegna 2025.

Félag sem hlýtur styrk gerir samning við Land og skóg fyrir eitt ár í senn. Samningi fylgja leiðbeiningar um hvar nálgast má plönturnar. Forsendur eru:

  • Að umsækjandi hafi leyfi landeiganda fyrir framkvæmdinni og að hún stangist ekki á við verndarákvæði samkvæmt landslögum eða skipulagsáætlun viðkomandi sveitarfélags.

  • Landið sé friðað fyrir beit.

  • Gerður verður samningur við styrkþega um viðkomandi skógræktarverkefni. Hann er byggður á upplýsingum umsækjanda, einfaldri ræktunaráætlun og kostnaðaráætlun.

Forgangur að styrkjum

Forgangsröðun mótast einkum af ræktunaröryggi, aðallega hvað varðar beitarfriðun og örugga getu félaga til að koma hlutum í verk.

Land
  • Stærri lönd sem eru skipulögð til skógræktar og friðuð fyrir beit eða svæði inn­an slíkra heilda, t.d. svæði innan skógræktarsvæða sveitarfélaga eða annarra aðila.

  • Stærri einkalönd sem eru friðuð fyrir beit.

  • Minni svæði (minnst 1 hektari) sem eru friðuð fyrir beit.

    • Svæði sem ekki eru friðuð fyrir beit koma ekki til greina.

    • Frístundalóðir koma ekki til greina.

Félög
  • Formleg félög sem ekki hafa aðgang að annarri fjármögnun til skógræktar, til dæmis góðgerðarfélög og áhugamannasamtök.

  • Óformleg félög sem ekki hafa aðgang að annarri fjármögnun til skógræktar, til dæmis vinnustaða­félög.

  • Félög sem hafa aðgang að annarri fjármögnun til skógræktar, til dæmis skógræktar­félög.

    • Fyrirtæki og opinberar stofnanir eða félög (hf., ehf., sf., ohf.) koma ekki til greina.

Kröfur til styrkþega

  • Fyrir 15. október skulu styrkþegar hafa skilað framkvæmdaskýrslu á þar til gerðu eyðu­blaði ásamt útlínum hins nýja skógar, hnituðum með sérstöku appi eða teiknuðum á loftmynd.

  • Bökkum undan skógarplöntum ber að skila til baka á afhendingarstað sem fyrst eftir gróðursetningu.

Um verkefnisstjórn og hlutverk verkefnisstjóra

  • Land og skógur skipar sérstakan verkefnisstjóra til að annast verkefnið. Hlutverk verkefnisstjóra er að taka við umsóknum, yfirfara þær, meta og úthluta styrkjum. Hann sér um að fræða styrkþega og veita þeim ráðgjöf, fylgist með framgangi verkefna, tekur við framkvæmdaskýrslum, fylgist með bakkaskilum og gengur úr skugga um að verkið hafi farið fram og að reglum verkefnisins hafi verið fylgt.

  • Tillögur verkefnisstjóra um úthlutun hvers árs eru samþykktar af Landi og skógi.

Umsókn um stuðning til skógræktar

Þjónustuaðili

Land og skógur

Umsókn um stuðning til skógræktar