Fara beint í efnið

Skjólbeltarækt – umsókn um stuðning

Umsókn um skjólbeltarækt (.pdf)

Almennt

Eigendur og leigjendur lögbýla geta sótt um styrki til ræktunar skjólbelta og skjóllunda.

Í styrknum felst ráðgjöf og skipulag, kaup á plöntum og plastdúk ásamt gróðursetningu.

Skilyrði

  • Viðkomandi land þarf að vera lögbýli.

  • Ábúandi jarðar sem ekki er eigandi skal tilkynna áformin eiganda fyrir fram.

Starfsfólk Lands og skógar metur hvort umsókn uppfyllir skilyrði og hvort aðstæður eru fyrir hendi til styrkveitingar. Skógræktarfulltrúi á viðkomandi svæði veitir upplýsingar og ráðgjöf vegna umsóknar.

Þegar umsókn er samþykkt

Þegar umsókn er samþykkt hefst samstarf milli umsækjanda og Lands og skógar.

Hlutverk Lands og skógar

Skógræktarráðgjafi frá Landi og skógi hefur umsjón með verkefninu og:

  • veitir ráðgjöf, skipuleggur verkefnið,

  • leiðbeinir með framkvæmdir og umhirðu,

  • styrkir kaup á plöntum, plastdúk og vinnu við gróðursetningu.

Hlutverk landeiganda eða ábúanda

  • Jarðvinnsla, plastlagning og gróðursetning.

  • Umhirða skjólbeltanna.

  • Áburðarkaup.

Umsókn um skjólbeltarækt (.pdf)

Þjónustuaðili

Land og skógur