Fara beint í efnið

Landbótasjóður – umsókn um styrk

Landbótasjóður

Almennt

Landeigendur, sveitarfélög, félagasamtök og aðrir umráðahafar lands geta sótt um styrk

Upphæð styrks

Upphæð styrks getur numið allt að 2/3 hluta kostnaðar við vinnu, tæki og kaup á aðföngum, en þó ekki meiru en sem nemur 10% þess fjár sem til úthlutunar er hverju sinni.

Gildistími

Styrkveiting getur gilt í hámark 5 ár ef tímasett aðgerðaráætlun fylgir umsókn.

Skila þarf áfangaskýrslu og endurskoðaðri áætlun í lok hvers árs á styrktímabilinu. Hvert á að senda þær?

Þegar umsókn er send

Við ákvörðun um styrkveitingar er lögð áhersla á:

  • stöðvun hraðfara jarðvegsrofs og gróðureyðingar

  • endurheimt gróðurs, jarðvegs og votlendis

  • sjálfbæra landnýtingu

  • bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi

Frekari upplýsingar

Garðar Þorfinnsson

Framfylgir stefnu Landgræðslunnar í vernd og endurheimt vistkerfa. Hefur með höndum hópstjórn héraðssetra. Er verkefnisstjóri Landbótasjóðs Landgræðslunnar. Sér um áætlanagerð, umsjón og eftirlit með landgræðsluverkefnum á Suðurlandi ásamt öðrum héraðsfulltrúum á svæðinu. Skráir landgræðsluaðgerðir og mat á árangri.

Reglur Landbrotasjóðs (.pdf)

Landbótasjóður

Þjónustuaðili

Land og skógur