Fara beint í efnið

Landbótasjóður – umsókn um styrk

Landbótasjóður

Almennt

Landeigendur, sveitarfélög, félagasamtök og aðrir umráðahafar lands geta sótt um styrk.

Upphæð styrks

Upphæð styrks getur numið allt að tveimur þriðju hluta kostnaðar við vinnu, tæki og kaup á aðföngum, en þó ekki meiru en sem nemur tíu prósentum þess fjár sem til úthlutunar er hverju sinni.

Gildistími

Styrkveiting getur gilt í fimm ár að hámarki ef tímasett aðgerðaráætlun fylgir umsókn.

Skila þarf áfangaskýrslu og endurskoðaðri áætlun í lok hvers árs á styrktímabilinu.

Þegar umsókn er send

Við ákvörðun um styrkveitingar er lögð áhersla á:

  • Stöðvun hraðfara jarðvegsrofs og gróðureyðingar.

  • Endurheimt gróðurs, jarðvegs og votlendis.

  • Sjálfbæra landnýtingu.

  • Bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi.

Frekari upplýsingar

Hafið samband við Garðar Þorfinnsson gardar.thorfinnsson@landogskogur.is

Landbótasjóður

Þjónustuaðili

Land og skógur