Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landbótasjóður – umsókn um styrk

Landbótasjóður

Almennt

Landeigendur, sveitarfélög, félagasamtök og aðrir umráðahafar lands geta sótt um styrk.

Umsóknarfrestur fyrir verkefni árið 2025 er runninn út. Næst verður auglýst eftir umsóknum í lok ársins með umsóknarfresti í lok janúar.

Upphæð styrks

Upphæð styrks getur numið allt að tveimur þriðju hluta kostnaðar við vinnu, tæki og kaup á aðföngum, en þó ekki meiru en sem nemur tíu prósentum þess fjár sem til úthlutunar er hverju sinni.

Gildistími

Styrkveiting getur gilt í fimm ár að hámarki ef tímasett aðgerðaráætlun fylgir umsókn.

Skila þarf áfangaskýrslu og endurskoðaðri áætlun í lok hvers árs á styrktímabilinu.

Þegar umsókn er send

Við ákvörðun um styrkveitingar er lögð áhersla á:

  • Stöðvun hraðfara jarðvegsrofs og gróðureyðingar.

  • Endurheimt gróðurs, jarðvegs og votlendis.

  • Sjálfbæra landnýtingu.

  • Bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi.

Frekari upplýsingar

Hafið samband við Garðar Þorfinnsson gardar.thorfinnsson@landogskogur.is

Landbótasjóður

Þjónustuaðili

Land og skógur

Landbótasjóður