Með umsókn þarf að fylgja verklýsing sem inniheldur:
Markmið verkefnisins
Lýsingu á svæðinu, auk til dæmis ljósmynda, teikninga eða yfirlitsmynda af svæðinu.
Framtíðarsýn.
Ferli verkefnanna
Þegar umsókn er samþykkt hefst samstarf milli landeiganda og Lands og skógar. Áburðarmagn er ákveðið og styrkupphæð úthlutað eftir því. Þegar aðgerðum ársins er lokið og allar upplýsingar hafa borist Landi og skógi, er styrkur greiddur út.
Héraðsfulltrúar annast leiðsögn um aðferðir og úttekt á framgöngu verkefna, ýmist í gegnum símtöl eða með heimsóknum, en miðað er við að heimsækja þátttakendur og skoða uppgræðslusvæði annað hvert ár. Með þátttöku í verkefninu samþykkja viðkomandi aðilar að gefa sér tíma til að taka á móti héraðsfulltrúum og veita þeim þær upplýsingar sem óskað er eftir.
Til að fá styrk greiddan þurfa þátttakendur að skila Landi og skógi landfræðilegum ferlum (GPS) fyrir aðgerðum ársins að framkvæmd þeirra lokinni eða teikna inn á vefsjá BGL þar sem gerð er nákvæm grein fyrir aðgerðum ársins. Sömuleiðis er skylt að halda utan um og gera grein fyrir hvaða áburðartegund var notuð, hversu miklu magni var dreift og vinnslubreidd dreifarans við dreifingu. Gildir það einnig um notkun lífræns áburðar, hvers kyns hann er, magn o.s.frv.
Styrkupphæð er miðuð við áætlun um magn áburðar hvert ár hjá þátttakanda. Endurgreiðsluverðið breytist á hverju ári miðað við markaðsverð tilbúins áburðar og verðskrá LOGS.
Viðmið endurgreiðslu
Tilbúinn áburður: krónur/tonn
Lífrænn áburður: krónur/hektara
Rúllur: krónur/stykki
Mælt er með að borið sé á sem fyrst að vori til að tryggja betri nýtni áburðarefna innan vaxtartímans og þar af leiðandi betri árangur í uppgræðslustarfinu.
Viðmið um dreifingu á tilbúnum áburði er 200/kg á hektara af tvígildum áburði (nitur og fosfór). Viðmið um dreifingu lífræns áburðar er eftirfarandi:
Meðmælt áburðarmagn mismunandi lífræns áburðar
Tegund Sauðatað Hrossaskítur Kúamykja
t/ha 11 39 55
Þátttakendur haldast inni í verkefninu ár frá ári en detta sjálfkrafa úr verkefninu ef þeir sitja hjá tvö ár í röð nema um annað sé samið.
Úthlutun styrkja er í mars ár hvert og niðurstaða úthlutunar er send styrkþega í gegnum island.is.
Panta og greiða fyrir áburð.
Annast flutning á áburði.
Dreifa áburði á uppgræðslusvæðið.
Skrá hjá sér magn áburðar sem er dreift.
Staðsetja aðgerðir með landfræðilegri staðsetningu (GPS) að framkvæmd lokinni eða að öðrum kosti teikna inn á þar til gerða vefsjá þar sem gerð er nákvæm grein fyrir staðsetningu aðgerða ársins.
Skila inn staðfestingu til Lands og skógar að verki loknu með landfræðilegri staðsetningu, áburðarmagni, áburðartegund og vinnslubreidd dreifara.
Taka á móti heimsókn eða símtölum héraðsfulltrúa og veita viðbótarupplýsingar.
Úthluta styrkupphæð.
Veita þátttakendum ráðgjöf.
Leggja til fræ ef þörf krefur.
Greiða út styrk þegar þátttakandi hefur staðfest framkvæmd með landfræðilegri staðsetningu aðgerða (gps-/kml-ferill/vefsjá) og skilað öðrum upplýsingum um aðgerðir ársins.
Halda utan um framgang verkefnisins.
Mikilvægar dagsetningar
Mars: Úthlutun styrkupphæðar til styrkþega gegnum island.is.
15. júlí: Dreifingu tilbúins áburðar skal vera lokið
20. september: Dreifingu á lífrænum áburði/rúllum skal vera lokið
1. október: Lokadagur gagnaskila (GPX-/KML-skrá eða vefsjá BGL) til að fá 100% endurgreiðsluhlutfall
15. október: Lokadagur gagnaskila til að fá 85% endurgreiðsluhlutfall. Eftir 15. október fellur styrkur niður að fullu.