Almennt
Eigendur og ábúendur lögbýla geta sótt um styrk fyrir uppgræðslu heimalanda í samvinnu við Land og skóg.
Styrkur felst í ráðgjöf, fræi, kaupum á tilbúnum áburði og dreifingu á lífrænum áburði.
Skilyrði
Landið þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Rofin gróðurþekja.
Beitarálag hóflegt að mati fulltrúa Lands og skógar.
Starfsfólk Lands og skógar metur hvort land uppfyllir skilyrði.
Héraðsfulltrúi á þínu svæði veitir upplýsingar og ráðgjöf vegna umsóknar.
Fylgigögn
Með umsókn þarf að fylgja verklýsing sem inniheldur:
markmið verkefnisins,
lýsingu á svæðinu, auk til dæmis ljósmynda, teikninga eða yfirlitsmynda af svæðinu
framtíðarsýn
Þegar umsókn er samþykkt
Þegar umsókn er samþykkt hefst samstarf milli landeiganda og Lands og skógar.
Hlutverk Lands og skógar
Héraðsfulltrúi frá Landi og skógi hefur umsjón með verkefninu og:
Veita ráðgjöf um aðferðir við landgræðslu.
Úthluta styrkjum til framkvæmda.
Útvega fræ, sé þess þörf.
Hlutverk bænda og landeigenda
Bóndi eða landeigandi sér um að panta, flytja og dreifa áburði og fræi eftir atvikum. Hann sér einnig um framkvæmd verksins og skil á gögnum um hana til Lands og skógar.
Þjónustuaðili
Land og skógur