Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Bændur græða landið – umsókn um stuðning

Bændur græða landið

Almennt

Eigendur og ábúendur lögbýla geta sótt um styrk fyrir uppgræðslu heimalanda í samvinnu við Land og skóg.

Styrkur felst í ráðgjöf, fræi, kaupum á tilbúnum áburði og dreifingu á lífrænum áburði.

Opið er fyrir umsóknir allt árið um kring en til að tryggja þátttöku á komandi sumri þarf umsókn að berast fyrir lok febrúar.

Skilyrði

Landið þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Að á landinu séu lítt eða ógróin svæði.

  • Beitarálag hóflegt að mati fulltrúa Lands og skógar.

Starfsfólk Lands og skógar metur hvort land uppfyllir skilyrði.

Héraðsfulltrúi á þínu svæði veitir upplýsingar og ráðgjöf vegna umsóknar.

Fylgigögn

Með umsókn þarf að fylgja verklýsing sem inniheldur:

  • Markmið verkefnisins

  • Lýsingu á svæðinu, auk til dæmis ljósmynda, teikninga eða yfirlitsmynda af svæðinu.

  • Framtíðarsýn.

Ferli verkefnanna

Mikilvægar dagsetningar

Mars: Úthlutun styrkupphæðar til styrkþega gegnum island.is.

15. júlí: Dreifingu tilbúins áburðar skal vera lokið

20. september: Dreifingu á lífrænum áburði/rúllum skal vera lokið

1. október: Lokadagur gagnaskila (GPX-/KML-skrá eða vefsjá BGL) til að fá 100% endurgreiðsluhlutfall

15. október: Lokadagur gagnaskila til að fá 85% endurgreiðsluhlutfall. Eftir 15. október fellur styrkur niður að fullu.

Landvöktun - lykillinn að betra landi

Landvöktunarverkefnið er lýðvísindahluti Grólindarverkefnisins. Þar eru landnotendur virkjaðir til að setja upp fasta vöktunarreiti á svæði að eigin vali og vakta þar ástand gróðurs og jarðvegs með þar til gerðu snjallforriti. Mælingar eru gerðar einu sinni á ári og nýtast við stöðumat Grólindar. Þarna er tækifæri fyrir almenning til að taka virkan þátt í vöktun landsins. Frekari upplýsingar, fræðslumyndbönd og umsókn í verkefnið má finna á www.grolind.is/landvoktun.

Bændur græða landið

Þjónustuaðili

Land og skógur

Bændur græða landið