Verkefnið Bændur græða landið hófst formlega árið 1994 og er samvinnuverkefni Lands og skógar við landeigendur um uppgræðslu heimalanda. Skilyrði fyrir þátttöku í verkefninu er að á landinu séu lítt eða ógróin svæði og að beitarálag sé hóflegt.
Markmið verkefnisins er að hvetja umráðendur lands til að vernda og endurheimta vistkerfi á landi með því að stöðva hraðfara jarðvegsrof og gróðureyðingu, endurheimta mólendi, stuðla að sjálfbærri landnýtingu, endurheimta landgæði og að vernda og endurheimta líffræðilega fjölbreytni.
Umsókn og skilyrði til þátttöku
Ábyrgð þátttakanda
Panta og greiða fyrir áburð.
Annast flutning og dreifingu á áburði á uppgræðslusvæði.
Skrá hjá sér magn áburðar sem er dreift, á einnig við um magn búfjáráburðar.
Staðsetja aðgerðir með landfræðilegri staðsetningu (GPX-/KML-skrá eða vefsjá BGL).
Skila Landi og skógi staðfestingu að verki loknu með landfræðilegri staðsetningu, áburðarmagni, áburðartegund og vinnslubreidd dreifara.
Taka á móti heimsókn og símtölum héraðsfulltrúa og veita viðbótarupplýsingar.
Ábyrgð Lands og skógar
Úthluta styrkupphæð í mars.
Veita þátttakendum ráðgjöf.
Leggja til fræ ef þörf krefur, í boði er túnvingull og melgresi.
Greiða út styrk þegar þátttakandi hefur staðfest framkvæmd með landfræðilegri staðsetningu aðgerða (GPX-/KML-skrá/vefsjá) og skilað öðrum upplýsingum um aðgerðir ársins.
Fylgjast með framgangi verkefnisins.
Kostnaður sem styrkurinn nær til
Kaup á tilbúnum áburði. Styrkupphæð miðast við prósentuhlutfall af áburðarverði á tonn.
Dreifing á lífrænu efni (á hektara), búfjáráburði, moltu og kjötmjöli.
Dreifing annars lífræns efnis að fengnu samþykki héraðsfulltrúa.
Dreifing á heyrúllum (stykkjatal).
Birkiplöntur til gróðursetningar að gefnum forsendum.
Túnvinguls- og melgresisfræ, sé talin þörf á sáningu.
Viðmið um dreifingu áburðar
Mælt er með að borið sé á sem fyrst að vori til að tryggja betri nýtni áburðarefna innan vaxtartímans og þar af leiðandi betri árangur í uppgræðslustarfinu.
Tilbúinn áburður:
200 kg á hektara af tvígildum áburði (nitur og fosfór).
Lífrænn áburður:
Heyrúllum skal dreifa jafnt um svæðið.
Æskilegt er að þykkt heysins á yfirborðinu sé um 5-10 cm þegar dreift hefur verið úr rúllunni.
Meðmælt áburðarmagn mismunandi lífræns áburðar
Tegund | t/ha |
---|---|
Sauðatað | 11 |
Annað
Þátttaka í verkefninu endurnýjast ár frá ári en fellur sjálfkrafa niður ef ekkert er framkvæmt tvö ár í röð.
Lagt er upp með að heimsækja þátttakendur ekki sjaldnar en þriðja hvert ár. Annars fer úttekt fram með símtali til að safna upplýsingum um aðgerðir ársins. Í úttekt hvers árs er gerð áætlun um magn áburðar sem þátttakandi óskar eftir fyrir næsta ár.
Endurgreiðsluverðið breytist á hverju ári miðað við markaðsverð tilbúins áburðar og verðskrá LOGS. Styrkupphæð þátttakanda breytist því ár frá ári. Fer hún eftir fjárveitingum í verkefnið Bændur græða landið og eftirspurn hvers árs.
Styrkupphæð sem greidd er út miðast við þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í. Þó getur hún ekki orðið hærri en kveður á um í úthlutun að vori.
Frá árinu 2020 hefur sú krafa verið gerð að aðgerðir sem þátttakandi framkvæmir séu landfræðilega staðsettar með GPS-ferli. Land og skógur ber ábyrgð á gagnaskilum í loftslagsbókhald Íslands og þar þurfa allar aðgerðir sem leiða til kolefnisbindingar að vera hnitaðar á kort.
Í boði eru birkiplöntur til gróðursetningar gegnum Bændur græða landið. Forsendur eru að svæðið sé að lágmarki 0,5 ha, friðað fyrir beit skuldbinding um friðun lands þangað til birkið hefur náð meiri hæð en beitardýrin ná að bíta það, tveimur metrum fyrir sauðfé og þremur metrum fyrir hross. Skila þarf landfræðilegum hnitum af þessum gróðursetningum líkt og gildir um aðrar landgræðsluaðgerðir.
Ef styrkþegi hyggst ekki taka þátt í verkefninu þrátt fyrir að hann hafi fengið úthlutað styrk, skal hann tilkynna það Landi og skógi um leið og ákvörðun hefur verið tekin þar um.
Mikilvægar dagsetningar
Mars: Úthlutun styrkupphæðar til styrkþega gegnum island.is. |
15. júlí: Dreifingu tilbúins áburðar skal vera lokið. |
20. september: Dreifingu á lífrænum áburði/rúllum skal vera lokið. |
1. október: Lokadagur gagnaskila (GPX-/KML-skrá eða vefsjá BGL) til að fá 100% endurgreiðsluhlutfall. |
15. október: Lokadagur gagnaskila til að fá 85% endurgreiðsluhlutfall. Eftir 15. október fellur styrkur niður að fullu. |

Þjónustuaðili
Land og skógur