Varnir gegn landbroti – umsókn um styrk
Land og skógur óskar eftir samstarfi við landeigendur um aðgerðir til varnar landbroti, svo sem að stöðva eða minnka skemmdir á landi og mannvirkjum vegna vatnsfalla.
Umsóknarfrestur fyrir verkefni árið 2025 er runninn út. Næst verður auglýst eftir umsóknum í lok ársins með umsóknarfresti í lok janúar.
Aðgerðir til varnar landbroti
Varnaraðgerðir geta falist í því að:
Stöðva landbrot með bakkavörnum á borð við grjót eða malarfyllingu við bakka sem gjarnan hafa takmörkuð áhrif á rennsli áa og eru lítið áberandi í umhverfinu
Reisa varnargarða sem stýra rennsli vatna og varna því að ár flæmist út fyrir farvegi sína.
Ráðast í aðrar aðgerðir sem fela í sér lagfæringu á rennsli áa eða árfarvegum.
Land og skógur og Vegagerðin vinna saman að varnaraðgerðum gegn landbroti.
Sækja um samstarf
Fylla þarf út umsókn með upplýsingum um:
Umsækjanda.
Eiganda jarðar.
Heiti jarðar og vatnsfalls.
Staðhætti (staðarlýsing).
Fylgigögn: Loftmynd.

Þjónustuaðili
Land og skógur