Fara beint í efnið

Alþjóðleg vernd fyrir maka flóttamanns

Umsókn um dvalarleyfi og vernd fyrir maka flóttamanns

Skilyrði

Maki sem er flóttamaður á Íslandi þarf að uppfylla þessi skilyrði

  • Maki á Ísland þarf annaðhvort að vera með dvalarleyfi sem flóttamaður á grundvelli alþjóðlegrar verndar eða viðbótarverndar.

    • Ef maki á Íslandi er með dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar þarf leyfi hans/hennar að hafa verið endurnýjað einu sinni áður en hægt er að sækja um fjölskyldusameiningu við viðkomandi. Frá þessu skilyrði er heimilt að veita undanþágu:

      • Ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því vegna aðkallandi umönnunarsjónarmiða.

      • Ef makinn á Íslandi hefur haft hér dvalarleyfi í eitt ár, hefur verið virkur þátttakandi á vinnumarkaði í átta mánuði, uppfyllir skilyrði um trygga framfærslu, uppfyllir skilyrði um íslenskukunnáttu og hefur til umráða íbúðarhúsnæði fyrir þá aðstandendur sem hyggjast koma hingað.

Skilyrði sem umsækjandi og hjúskaparmaki á Íslandi þurfa að uppfylla

  • Hjónin giftust áður en maki, sem er flóttamaður á Íslandi, sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi.

  • Báðir aðilar voru orðnir 18 ára þegar þeir giftust.

  • Báðir aðilar voru viðstaddir giftinguna.

Skilyrði sem umsækjandi og sambúðarmaki á Íslandi þurfa að uppfylla

  • Sambúð hófst eftir að báðir aðilar voru orðnir 18 ára.

  • Sambúð hafði varað í eitt ár eða lengur áður en aðilar urðu viðskila.

Ástæður sem geta leitt til synjunar

Umsókn um dvalarleyfi og vernd fyrir maka flóttamanns

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun