Foreldri sem er flóttamaður á Íslandi þarf að uppfylla þessi skilyrði
Foreldrið á Ísland þarf annaðhvort að vera með dvalarleyfi sem flóttamaður á grundvelli alþjóðlegrar verndar eða viðbótarverndar.
Ef foreldrið er með dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar þarf leyfi hans/hennar að hafa verið endurnýjað einu sinni áður en hægt er að sækja um fjölskyldusameiningu við viðkomandi. Frá þessu skilyrði er heimilt að veita undanþágu:
Ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því vegna aðkallandi umönnunarsjónarmiða.
Ef makinn á Íslandi hefur haft hér dvalarleyfi í eitt ár, hefur verið virkur þátttakandi á vinnumarkaði í átta mánuði, uppfyllir skilyrði um trygga framfærslu, uppfyllir skilyrði um íslenskukunnáttu og hefur til umráða íbúðarhúsnæði fyrir þá aðstandendur sem hyggjast koma hingað.
Foreldrið á Íslandi þarf að fara með forsjá barnsins sem sækir um fjölskyldusameiningu.
Ef báðir foreldrar fara með forsjá barns, þarf það foreldri sem ekki er sótt um fjölskyldusameiningu við að samþykkja að barnið fái dvalarleyfi á Íslandi.
Forsjáraðili sem ekki er líffræðilegt foreldri barns á ekki rétt á dvalarleyfi fyrir barnið nema forsjáraðilinn hafi jafnframt ættleitt það.
Ættleiðingu þarf að vera lokið áður en umsókn er lögð fram og hún þarf að vera gerð í samræmi við íslensk lög. Ef einstaklingur búsettur hér á landi ætlar að ættleiða barn erlendis, þarf forsamþykki sýslumanns fyrir henni, sjá lög um ættleiðingar númer 130/1999.
Skilyrði sem barnið þarf að uppfylla
Barnið þarf að vera yngra en 18 ára þegar umsókn er lögð fram.
Barnið má ekki eiga maka.
Barnið kemur til með að búa á heimili með foreldri sínu á Íslandi.
Þjónustuaðili
Útlendingastofnun