Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
Ísland.is
Upplýsingar fyrir íbúa Grindavíkur
17. maí 2024
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja til við Alþingi að framlengja til ársloka því úrræði að veita íbúum í Grindavík sértækan húsnæðisstuðning.
15. maí 2024
Fasteignafélagið Þórkatla hefur yfirfarið og samþykkt kaup á 660 húseignum í Grindavík eða um 85% allra umsókna sem borist hafa.
Fasteignafélagið Þórkatla mun byggja nálgun á leiguverði fyrir íbúðarhúsnæði í Grindavík á markaðsleigu að teknu tilliti til aðstæðna í Grindavík á hverjum tíma. Ákveðið hefur verið að leigan út þetta ár nemi 25% af markaðsleigu á Suðurnesjum.
14. maí 2024
Framkvæmdanefndin tekur formlega til starfa 1. júní nk. þegar lögin taka gildi. Undirbúningur að starfi nefndarinnar er þegar hafinn og skipan hennar verður kynnt innan skamms.
8. maí 2024
Nú hafa 766 umsóknir borist Fasteignafélaginu Þórkötlu og er meirihluti þeirra þegar búinn að fá samþykki.
4. maí 2024
Grein úr Morgunblaðinu 4.maí 2024
3. maí 2024
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra um að stofnuð verði sérstök framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkurbæjar.
30. apríl 2024
Stjórn Þórkötlu hefur samþykkt kaup á 510 fasteignum í Grindavík að andvirði um 40 milljarða króna.
26. apríl 2024
Forsætisráðuneytið hefur tímabundið ráðið Gylfa Þór Þorsteinsson, teymisstjóra hjá Rauða krossinum, til að leiða samhæfingu vegna Grindavíkur.
18. apríl 2024
Eigendur 711 fasteigna hafa sótt um að Þórkatla kaupi íbúðir þeirra eða íbúðarhús í Grindavík.