Upplýsingar fyrir brotaþola
Á þessari síðu
Réttargæslumaður
Réttargæslumaður er lögmaður sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna brotaþola og veita þeim aðstoð í málinu, þar á meðal við að setja fram bótakröfu. Þóknun réttargæslumanns greiðist úr ríkissjóði.
Hlutverk réttargæslumanns
Útskýrir málsmeðferðina fyrir brotaþola.
Er viðstaddur þegar brotaþoli gefur skýrslu hjá lögreglu.
Er viðstaddur fyrir dómi þar sem hann er brotaþola til halds og trausts.
Getur aflað upplýsinga fyrir hönd brotaþola um stöðu og meðferð málsins hjá lögreglu og ákæruvaldi.
Á rétt á að vera viðstaddur þegar mál brotaþola er tekið fyrir í dómi.
Hvenær á brotaþoli rétt á réttargæslumanni?
Ef um kynferðisbrot er að ræða á brotaþoli rétt á að fá tilnefndan réttargæslumann við rannsókn málsins, ef hann óskar þess.
Sé brotaþoli kynferðisbrots yngri en 18 ára skal honum alltaf tilnefndur réttargæslumaður.
Þar að auki getur brotaþoli í málum sem varða önnur ofbeldisbrot og brot gegn frjálsræði manna átt rétt á að fá tilnefndan réttargæslumann, óski hans þess, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Sjá nánar 41. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.
Þjónustuaðili
Ríkissaksóknari