Fara beint í efnið

Styrkir vegna meðferðar við húðsjúkdómi

Sjúkratryggðir einstaklingar eiga rétt á styrk vegna nauðsynlegrar meðferðar við húðsjúkdómi sem er veitt af öðrum en læknum en samkvæmt fyrirmælum læknis. 

Skilyrði

Meðferðin verður að fara fram hjá rekstraraðila sem hlotið hefur staðfestingu landlæknis og starfar samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneyti.

Greiðsluþátttaka

Sjúkratryggingar taka þátt í greiðslum vegna eftirtalinna meðferða:

Geislameðferð

80% af kostnaði við meðferð húðsjúkdóma sem felst í B-geislum og/eða B- og A-geislum, með eða án smyrsla.

PUVA-meðferð

90% af kostnaði við meðferð húðsjúkdóma sem felst í PUVA-meðferð.

Psoriasis og exem

Sjúkratryggingar greiða kostnað vegna psoriasis og exemsjúklinga sem þurfa að leita læknishjálpar á meðferðarstofnunum sem kemur í stað sjúkrahúsvistar.  

Sjúklingar borga sjálfir kostnað við ferðir vegna meðferðar. 

Greiðsluþátttaka takmarkast við allt að 23 skipti hjá hverjum sjúklingi á meðferðartímabili. 

Sjúkratryggingar eru með samning við Bláa Lónið um þessa meðferð.

Læknir verður að hafa metið meðferðarþörfina sem hefur líka verið staðfest af húðlækni þess aðila sem veitir meðferðina (húðlæknir Bláa lónsins).

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar