Fara beint í efnið

Styrkir vegna lýtalækninga

Sjúkratryggðir einstaklingar eiga rétt á styrkjum vegna nauðsynlegra lýtalækninga.

Ef greiðsluþátttaka er til staðar getur hinn sjúkratryggði fengið þjónustuna hjá samningsbundnum sérfræðilækni sem getur veitt hana og er hún þá niðurgreidd af Sjúkratryggingum.

Skilyrði

Styrkur er veittur þegar meðferð bætir verulega skerta líkamsfærni sem orsakast af fæðingargalla, þroskafrávikum, áverkum, sýkingum, æxlum eða öðrum sjúkdómum og þegar um er að ræða lagfæringu lýta eftir sár eða slys. 

Upplýsingar um þá sjúkdóma/ástand sem greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga nær til er í fylgiskjali með reglugerðinni.

Upphæðir

Upphæðir styrkja frá Sjúkratryggingum eru samkvæmt reglugerð 1551/2022 sem gefin er út af heilbrigðisráðuneyti.

Undanþágur

Ef óskað er eftir undanþágu frá skilyrðum reglugerðarinnar þarf að sækja um greiðsluþátttöku fyrirfram til Sjúkratrygginga. 

Með umsókn um undanþágu þarf að fylgja vottorð heilsugæslu- eða heimilislæknis um skerta líkamsfærni. Með skertri líkamsfærni er átt við verki eða aðra skerðingu á líkamsstarfsemi sem truflar athafnir daglegs lífs.

Sjúkratryggingar meta hvort um sé að ræða skerta færni sem heimili stofnuninni að veita undanþágu. Ef um er að ræða þjónustu sem krefst innlagnar á sjúkrahús verður sjúkrahúsið að ákveða hvort veita skuli undanþágu.

Umsókn um undanþágu vegna lýtalækninga sem krefjast fyrirfram samþykkis

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar