Fara beint í efnið

Strandveiðileyfi

Umsókn um veiðileyfi - einyrkjar & prókúruhafar

Tilhögun veiða

  • Á tímabilinu maí, júní, júlí og ágúst er heimilt að veiða á handfæri allt að 10.000 tonn af þorski, 1.000 tonn af ufsa og 100 tonn af gullkarfa á strandveiðum.

  • Hverjum strandveiðibát er heimilt að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar, mánuðina maí, júní, júlí og ágúst.

  • Ekki má stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Einnig eru veiðar óheimilar á uppstigningardag, annan í hvítasunnu og á frídegi verslunarmanna.

  • Veiðiferð má ekki standa lengur en í 14 klst. og eingöngu er heimilt að fara í eina veiðiferð á hverjum degi.

  • Skipstjóri skal tilkynna um upphaf veiðiferðar til vaktstöðvar siglinga. Skylt er að vera með sjálfvirkan fjareftirlitsbúnað um borð.

  • Hámarksfjöldi handfærarúlla um borð eru 4 og ekki er heimilt að hafa önnur veiðarfæri um borð.

  • Eingöngu er heimilt að draga 650 kg, í þorskígildum talið, af kvótabundnum tegundum í hverri veiðiferð og skal öllum afla landað í lok veiðiferðar og hann vigtaður endanlega á Íslandi. Þorskígildi miðast við slægðan fisk.

  • Skila þarf afladagbók eftir hverja veiðiferð.

Umsókn um veiðileyfi - einyrkjar & prókúruhafar

Þjónustuaðili

Fiski­stofa