Fara beint í efnið

Strandveiðileyfi

Umsókn um veiðileyfi - einyrkjar & prókúruhafar

Veiðum hætt fyrir lok tímabils

Hægt er að óska eftir að útgefið strandveiðileyfi á fiskiskipi verði fellt úr gildi til þess að hefja aðrar veiðar fyrir lok strandveiðitímabilsins.

  • Beiðni þarf að berast Fiskistofu með tölvupósti á fiskistofa@fiskistofa.is í síðasta lagi 20. dag mánaðarins á undan, og er fiskiskipi þá heimilt að hefja fiskveiðar í atvinnuskyni samkvæmt öðru leyfi frá upphafi næsta mánaðar.

  • Virkjun almenns leyfi sem áður var á bátnum í stað strandveiðileyfisins fer fram endurgjaldslaust.

  • Hafi strandveiðileyfi fiskiskips verið fellt úr gildi, getur það fiskiskip ekki fengið strandveiðileyfi að nýju á strandveiðitímabilinu.

Umsókn um veiðileyfi - einyrkjar & prókúruhafar

Þjónustuaðili

Fiski­stofa