Strandveiðibátum er heimilt að landa ufsa án þess að sá afli teljist til hámarksafla í veiðiferðinni. Um þann afla í ufsa gilda eftirtalin skilyrði:
Að aflanum sé haldið aðskildum frá öðrum afla skipsins og hann veginn sérstaklega og skráður.
Að aflinn sé seldur á viðurkenndum uppboðsmarkaði fyrir sjávarafurðir og andvirði hans renni til VS-sjóðs, verkefnasjóðs sjávarútvegsins.
Sé þessi heimild nýtt skulu forráðamenn uppboðsmarkaðarins þar sem aflinn er seldur standa skil á andvirði hins selda afla að frádregnum hafnargjöldum og kostnaði við uppboðið. Þá skal útgerð skipsins fá 80% af andvirði selds afla sem skiptist milli útgerðar og áhafnar samkvæmt samningum þar um.
Þjónustuaðili
Fiskistofa