Fara beint í efnið

Eigendaskipti af skráðu skipi eða skipshluta

Umskráning skips á skipaskrá

Ferlið

Þegar eigendaskipti verða af skipi eða skipshluta, þarf nýr eigandi að láta þinglýsa nýja og breytta eignarheimild. Að því loknu þarf að sækja um umskráningu skip á skipaskrá.

Með umsókninni þurfu eftirfarandi atriði að fylgja

  • Skipasmíðaskírteini eða eignarheimildabréf (eignarheimild skips sem er 5 bt. eða stærra skal vera vera þinglýst). Afrit af þinglýstri eignarheimild.

  • Yfirlýsing um hlut erlendra aðila í hlutafélagi ef við á (ef hlutafélag er eigandi skips og erlendir aðilar meðal hluthafa þarf að fylgja yfirlýsing um stærð eignarhlutar þeirra)

  • Ef notað skip er flutt hingað til lands skal fylgja vottorð hlutaðeigandi erlends skráningaryfirvalds um að skipið hafi annaðhvort ekki verið skráð þar eða afskráð þar af skipaskrá

Fyrri eigandi ber ábyrgð á öllum gjöldum vegna skipsins þar til umskráning hefur farið fram.

  • Fiskiskip mega ekki vera í eigu erlendra aðila.

Umskráning skips á skipaskrá

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa

Ábyrgðaraðili

Samgöngu­stofa